Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Textar V

Á Sprengisandi
Grímur Thomsen
 

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell;
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.
 

Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm;
útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.
 

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síða á Herðubreið,
álfadrottning er að beizla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið;
vænsta klárinn vildi eg gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.
 

Fyrr var oft í koti kátt
Höfundur: Þorsteinn Erlingsson
 

Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.
 

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.
 

Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn
heim á fornar slóðir.
 

Geng ég fram á gnípur
Matthías Jochumsson
 

Geng ég fram á gnípur og geigvæna brún,
:,;djúpan lít ég dalinn og dáfögur tún.:,:
 

Kveður lítil lóa, en leiti gyllir sól,
:,:í hlíðum smalar hóa, en hjarðir renna á ból.:,:
 

Bær í björtum hvammi mér brosir í mót,
:,:manstu vin þinn, mæra, munblíða snót?:,:

Hvað skal með sjómann sem er á því…
 
Hvað skal með sjómann sem er á því…
Húrra hann opnar augun…..
Kjöldraga óþokkann einusinni…..
Húrra hann opnar augun….
Dýfa’onum ærlega ofan í sjóinn…….
Húrra hann opnar augun…..
Leggj’ann á ís, svo af honum renni……
Húrra hann opnar augun…..
Dalvíkin er draumablá og dýrðleg …….

Hemingur

Hemingur reið með hömrum fram
haglega strengir gjalla,
grösugum sat þar huld í hvamm
hörpuna knúði snjalla
Rammar slær hún rúnar
rammar slær hún rúnar,
rammar slær hún - rammar slær hún rúnar.

Fyrsti slagurinn er hún sló
stengirnir fagurt gjalla
Hestar og fé á heiði og skóg
högunum sinntu varla.
Rammar …

Annar slagurinn er hún sló
strengirnir fagurt gjalla
Valurinn sem af víði fló
vængina lét hann falla.
Rammar…

Þriðji slagurinn er hún sló
haglega strengir gjalla,
fiskunum í fljóti og sjó
förlaðist sund að kalla.
Rammar…

Hemingur sporum hestinn hjó
hrökti’ honum ofan í gjána,
gýgrin kalt í gljúfri hló
grillti í urðarmána
Rammar…

Hoffinsleikur

Hér er kominn Hoffinn,
Hér er kominn Alfinn,
hér eru komnir allir Hoffinssveinar.

Hvað vill herra Hoffin?
Hvað vill herra Alfinn?
Hvað munu vilja allir Hoffinssveinar?

Stúlku vill hann Hoffinn
stúlku vill hann Alfinn
stúlku vilja allir Hoffinssveinar.

Hvað býður Hoffinn?
Hvað býður Alfinn?
Hvað bjóða allir Hoffinssveinar?

Gull býður Hoffin
gull býður Alfinn
gull bjóða allir Hoffinssveinar.

Skríddu burtu Hoffinn
skríddu burtu Alfinn
skríðið burtu allir Hoffinssveinar.

Tryggð býður Hoffinn
tryggð býður Alfinn
tryggð bjóða allir Hoffinssveinar

Velkominn sé Hoffinn
velkominn sé Alfinn
velkomnir séu allir Hoffinssveinar.

Í heiðardalnum

Í heiðardalnum er heimbyggð mín
þar hef ég lifað glaðar stundir
Því hvergi vorsólin heitar skín
en hamrafjöllunum undir.
Og fólkið þar er svo frjálst og hraust
svo falslaust viðmót þess og ástin traust
Já þar er glatt, það segi ég satt
og sælt að eiga þar heima.

Á vorin brýst þar úr brumi fram
á björkum laufskrúðið fríða.
Um sumar fjallablóm hlíð og hvamm
og holt og grundir þar prýða.
Um haust er roðinn á hnjúkum skær.
Um himinn flugeldum á vetrum slær.
Já þar er glatt…

Ég elska fjöllin, því höfuð hátt
ég hefi lært af þeim að bera.
Á ljósum tindi við loftið blátt
mig langar jafnan að vera,
því þar í öndvegi upp hæst
er útsjón fegurst björtum himni næst.
Já þar er glatt…