Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Textar - Jólalög

Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta
-og svo snúa þeir sér í hring. 

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring. 

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan
-og svo snúa þeir sér í hring. 

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka
-og svo snúa þær sér í hring. 

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið
-og svo snúa þeir sér í hring.

Skín í rauðar skotthúfur 
Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í gleði leika sér
lítil börn, í desember,
inni’ í friði’ og ró,
úti’ í frosti’ og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.   
Uppi’ á lofti, inni’ í skáp
eru jólapakkar.
Titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki’ í bæinn inn,
inn í frið og ró,
inn úr frosti’ og snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.   

Nú er Gunna á nýju skónum  

Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru´að koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla´á bláum kjól. :
: Solla´á bláum kjól :
: Siggi er á síðum buxum, Solla´á bláum kjól. 

Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat. 

Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
“Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn”. 

Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi. 

Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá. 

Skreytum hús
(Elsa E. Guðjónsson 1953/ Jólalag frá Wales) 

Skreytum hús með greinum grænum,
tra la la la la la la la la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la la la la la la la la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la la la la la la la la.
Tendrum jól í hverju hjarta
tra la la la la la la la la. 

Ungir, gamlir - allir syngja:
Tra la la la la la la la la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la la la la la la la la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la la la la la la la la.
boða frið um veröld alla,
tra la la la la la la la la! 

Jólasveinninn minn
Ómar Ragnarsson 

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér 

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
Ofan af fjöllum
með ærslum og köllum
hann arkar um holtin köld
Hann er svo góður
og blíður við börnin
bæði fátæk og rík
Enginn lendir í
jólakettinum
allir fá nýja flík 

Jólasveinar ganga um gólf
Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
Uppi’ á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.   

Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
Uppi’ á hól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. 

Magga litla og jólin hennar
(Benedikt Gröndal/Rússneskt lag) 

 Babbi segir, babbi segir:
“Bráðum koma dýrðleg jól”.
Mamma segir, mamma segir:
“Magga fær þá nýjan kjól”.
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar.
Bjart ljós og barnaspil,
borða sætar lummurnar. 

Mamma segir, mamma segir:
“Magga litla ef verður góð,
henni gef ég, henni gef ég
haus á snoturt brúðufljóð.
”Hæ, hæ, ég hlakka til,
hugnæm verður brúðan fín.
Hæ, hæ, ég hlakka til,
himnesk verða jólin mín. 

Máninn hátt á himni skín  

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður,
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn,
og hratt flýr stund. 

Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt vér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund. 

Komi hver sem koma vill
komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli
dunar ísinn blár.
Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund

Nú er glatt í hverjum hól  

Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði;
hinstu nótt um heilög jól
höldum álfagleði.
Fagurt er rökkrið
við ramman vættasöng.:,
:Syngjum dátt og dönsum,
því nóttin er svo löng.:,: 

Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
Fagurt er rökkrið
við ramman vættasöng.:,
:Syngjum dátt og dönsum,
því nóttin er svo löng.:,: 

Nú er glatt hjá álfum öllum
Nú er glatt hjá álfum öllum.
Hæfadderífaddírallala
Út úr göngum gljúfrahöllum.
Hæfadderífadderallala
Fyrir löngu sest er sól.
Sjaldan eru brandajól.
Hæfadderí, hæfaddera,
Hæfadderífadderallala

Dönsum dátt á víðum velli.
Dunar hátt í hól og felli.
Álfasveinninn álfasnót
einni sýnir blíðuhót.
Hæfdiirí…………….. 

Dönsum létt með lipra fætur.
Stígum létt um stirndar nætur.
Dönsum blessuð brandajól,
björt uns rennur morgunsól.
Hæfadiidí………….. 

Góða veislu gjöra skal 

Góða veislu gjöra skal,
þá ég geng í dans,
kveð ég um kóng Pipín
og Ólöfu dóttur hans. 

Viðlag:
Stígum fastar á fjöl
Spörum ei vorn skó
Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól. 

Dóttir konungs, vífaval,
væn er á að sjá.
Svo er að líta meyjarkinn
sem renni dreyri’ um snjá.   

Stígum fastar á fjöl……..   

Sé hún svo væn og þekkileg
sem þegnar segja frá.
Heyri menn þá heit mitt,
hennar skal ég fá.

Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.

 ÁLFAREIÐIN 

Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg -
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir í sönglúðra og bar þá að mér skjótt,
bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund -
hornin jóa gullroðnu blika við lund -
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallar að mér?

Ólafur reið með björgum fram,

Ólafur reið með björgum fram,
villir hann, stillir hann,
hitti fyrir sér álfa rann,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein álfamær,
villir hann, stillir hann,
gulli snúið var hennar hár,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

“Velkominn, Ólafur liljurós!
Gakk í björg og bú með oss”

“Ekki vil ég með álfum búa.
Heldur vil ég á Krist minn trúa.”

“Bíddu mín um litla stund,
meðan ég geng í grænan lund.”

Gekk hún sig til arkar,
greip upp saxið snarpa.

“Ekki muntu svo héðan fara,
að þú gerir oss kossinn spara.”

Ólafur laut um söðulboga,
kyssti hann frú með hálfum huga.

Hún lagði undir hans herðarblað,
í hjarta rótum staðar gaf.

Ólafur leit sitt hjartablóð
líða niður við hestsins hóf.

Ólafur keyrði hestinn spora
heim til sinnar móður dyra.

Klappar á dyr með lófa sín:
“Ljúktu upp, ástarmóðirin mín!”

“Hvaðan komstu, sonurinn minn?
Hvernig ertu svo fölur á kinn?

Svo ertu blár og svo ertu bleikur,
sem þú hafir verið í álfaleik.”

“Mér tjáir ekki að dylja þig:
álfamærin blekkti mig.

Móðir, ljáðu mér mjúka sæng,
systir, bittu mér síðuband.”

Leiddi hún hann í loftið inn,
dauðan kyssti hún soninn sinn.

Vendi ég mínu kvæði í kross,
villir hann, stillir hann,
Sankti María sé með oss,
Þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.