Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Textar IV

Þingvallasöngur
Öxar við ána, árdags í ljóma,
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðarböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.
 

Fjallhaukar skaka, flugvængi djarfa
Frána mót ljósinu hvessa þeir sjón
Þörf er að vaka, þörf er að starfa
Þjóð sem að byggir hið ískalda Frón
Fram, fram…
 

Guð gef oss vígi, grand ógnar lýði
Geigvænt er djúpið og bergveggur hár
Ódrengskap, lygi, landsvika níði
Lævísi, tvídrægni, hrindum í gjár.
Fram, fram…
 

Varinn sé stáli viljinn og þreytum
Veginn sem liggur að takmarki beinn
Hælumst á máli, minnst eða skreytum
Mál vort er skýlaust og rétturinn hreinn
Fram, fram…
 

Sigling

Hafið, bláa hafið hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur,
bíða mín þar æsku draumalönd.
Beggja skauta byr bauðst mér ekki fyrr.
Bruna þú nú bátur minn;
svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni haf og himininn.
 

Vorvindar glaðir
Lag: sænskt þjóðlag / Þýðandi: Helgi Valtýsson
 

Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um löndin létt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
frjálst er í fjalladal.

Frjálst er í fjallasal
 

Frjálst er í fjallasal,
fagurt í skógardal,
heilnæmt er heiðloftið tæra.
Hátt yfir hamrakór
himininn blár og stór
lyftist með ljóshvolfið skæra.
 

Hér uppi’ í hamraþröng
hefjum vér morgunsöng
glatt fyrir góðvætta hörgum:
Viður vor vökuljóð
vakna þú, sofin þjóð!
Björt ljómar sól yfir björgum.
 

Er sem oss ómi mót
Íslands frá hjartarót
bergmálsins blíðróma strengir.
Söngbylgjan hlíð úr hlíð
hljómandi, sigurblíð
les sig og endalaust lengirNú er sumar
 Höfundur: Steingrímur Thorsteinsson
 

Nú er sumar,
gleðjist gumar
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag,
eykur yndis hag.
 

Látum spretta
spori létta,
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú,
sumarskemmtun sú.
 

Tíminn líður
tíminn bíður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum
seint um sólarlag,
seint um sólarlag.
 

Laugardagskvöld
 

Það var kátt hérna’ um laugardagskvöldið á Gili,
það kvað við öll sveitin af dansi og spili,
það var hó! það var hopp! það var hæ!
Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi
þar úti í túnfæti dragspilið þandi,
hæ, dúdelí! dúdelí! dæ!
 

Þar var Dóra á Grund, hún er forkunnar fögur
og fín, en af efnunum ganga’ ekki sögur,
hún er glettin og spaugsöm og spræk.
Þar var einþykka duttlungatelpan, hún Stína,
og hún  stórlynda  Sigga og  Ása og Lína
og hún  María litla á  Læk.
 

Þar var  Pétur á  Gili og  Gústi á Bakka,
tveir  góðir, sem  þora að  láta það flakka
og að stíga við  stúlkurnar  spor.
Þar var Dóri í  Tungu og  Bjössi á Barði
og  bílstjóri úr  Nesinu og  strákur frá Skarði
og hann  Laugi, sem var þar í  vor.
 

Og þau  dönsuðu  öll þarna’ í  dynjandi galsa
og þau  dönsuðu  polka og  ræla og valsa,
svo í steinum og  stígvélum  small,
og flétturnar  skiptust og  síðpilsin sviptust
og  svunturnar  kipptust og  faldarnir lyftust
og  danslagið dunaði’ og  svall.
 

Inn’ í  döggvotu  kjarri var hvíslað og  hvískrað
og  hlegið og beðið og  ískrað og pískrað
meðan  hálfgagnsætt  húmið  féll  á,
þar var hlaupið og  velst yfir  stokka og steina
og  stunið og  hjúfrað í  laufskjóli greina -
“sértu’ að  hugsa’ um mig, hafðu mig  þá!”
 

Yfir  byggðinni  stjörnunótt  blikaði fögur,
yfir  blátæru  vatni með  laufskógakögur
lá gullið og  vaggandi  glit,
og frá birki og  smára og  blikandi töðu,
frá  brekkum og  grundum og  túni og hlöðu
lagði  áfengan ilm fyrir  vit.
 

Og  refur með  gaggi tók  undir við óminn,
og  andvaka  krummi að  brýna tók róminn,
en þau hjúin, þau  heyrðu það  ei.
En “krunk!” heyrðist  bergmál í  Selfjalli segja
og sem  svar við hans  Hofs-Láka  dúdelídeia!
kom  dúdelí! dúdelí!  dei!