Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Textar III

 Vefarinn 

Nú vefum við mjúka
Og dýrindis dúka
:,:Vefum mjúka, dýra dúka
Rennum skyttunni í skil:,:
Nú rekjum við þræði
Í ró og í næði
:,:Rekjum þræði í ró og næði
Kljáum vef okkar vel:,:

Nú skerpum við skilin
Og brúum svo bilin
:,:Skerpum skilin, brúum bilin
Rennum skyttunni skil:,: 

Og þræðirnir slitna
Og spólurnar sprikla
:;Þræðir slitna, spólur sprikla
Bætum vef okkar vel:,: 

Nú vef okkar sláum
Og víindin fágum
:;Vefinn sláum, víindin fágum
Rennum skyttunni skil:,: 

En hvað er að tarna
Því stendur þú þarna?
:,:Hvað er að tarna, stendurðu þarna
Eins og þvara í pott!:,:
 
Og sjáið nú rifin,
Svo þrekin og þrifin
:,:Sjáið rifin, þrekin þrifin
Víst er voð okkar löng:; 

Nú reynum við vefinn
Og styttum svo stefin
:,:Reynum vefinn, styttum stefin
Tökum hraustlega á:,:
 
Á fætur
Lag: Sænskt þjóðlag
Texti: Grímur Thomsen

Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.  

Aldnar róma raddir þar,
reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ,
sefur hetja’ á hverjum bæ.
Því er úr doðadúr,
drengir, mál að hrífa sál,
feðra vorra’ og feta’ í spor
fyrr en lífs er gengið vor.

Ferðavísur

Nú yfir heiði háa
Um hraun og móa gráa
:,:við látum skella skeið:,:
Og kærum okkur eigi
Þótt einhver karlinn segi:
:,:og það er þrælareið:,:
Halló, halló, halló halló
Já, skellun nú á skeið!
Halló, halló, halló halló
Já, skellum nú á skeið

Það batnar, batnar leiðin
Og bráðum þrýtur heiðin
:,: Þá hvíla verðum vér:,:
Sjá, skjól og hestahagi
Er hér í þessu dragi
:,:Af baki hlaupum hér:,:
Halló, halló, halló halló
Hér hvíla verðum vér
Halló, halló, halló halló
Hér hvíla verðum vér
 
Íslandsfjöll 

Ég elska yður þér Íslandsfjöll
Með enni björt í heiðisbláma
Þér dalir, hlíðar og fossaföll
Og flúð, þar drynur brimið ráma
Ég elska land með algrænt sumarskart
Ég elska það með vetrarskrautið bjart
Hin heiðu kvöld, er himintjöld
Af norðurljósaleiftrum braga. 

Og þig ég elska, mín eigin þjóð
Með ættarbragð frá fyrri tíðum
Sem fóstrar sveina með frjálsum móð
Og fljóðin skær, sem blóm í hlíðum
Ég elska þig á bjartri vonarbraut,
Hin bestu gæði hrynji þér í skaut,
Ver hvað þú varst, þá vegsemd barst
Og sönnum frelsis notum náðir 

Ég elska þig, minnar þjóðar mál,
Með þrótt og snilld í orða hljómi,
Svo mjúkt sem blómstur og sterkt sem stál
Er strengja kveður þú með rómi
Ég elska þig, mitt hjarta‘er við þig hnýtt
hið hýra vor þér boðar sumar nýtt
við bergið kalt, þú blómgast skalt
á fornum stöðvum söngs og sögu 

Svo traust við ísland mig tengja bönd
Ei trúrri binda son við móður
Og þó að færi‘eg um fegust lönd
Og fagnað væri mér sem bróður
Mér yrði gleðin aðeins veitt til hálfs
Á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs
Þar elska‘eg flest, þar uni‘eg best
Við land og fólk og feðratungu 

Ísland Ó, fögur er vor fósturjörð
um fríða sumardaga,
er laufin grænu litka börð
og leikur hjörð í haga,
en dalur lyftir blárri brún
mót blíðum sólar loga
og glitrar flötur, glóir tún
og gyllir sunna voga.
Og vegleg jörð vor áa er
með ísi þakta tinda,
um heiðrík kvöld að höfði sér
nær hnýtir gullna linda
og logagneistum stjörnur strá
um strindi, hulið svellum,
en hoppa álfar hjarni á,
svo heyrist dun í fellum.

Þú, fósturjörðin fríð og kær!
sem feðra hlúar beinum
og lífið ungu frjóvi fær
hjá fornum bautasteinum;
ó, blessuð vertu, fagra fold,
og fjöldinn þinna barna,
á meðan gróa grös í mold
og glóir nokkur stjarna.