Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Textar II

Ólöfarkvæði

Kóngur reið með steini fram
– úti í grænum runni –
hitti hann fyrir sér lítið barn
– Fellur dögg á fagra eik í lundi –

Tekur hann svein og horfir á
illa gáir þín móðir að
Vefur hann svein í silkiklút
ríður svo til skemmunnar út

Hver á þennan fagra svein
ég fann hann undir hörðum stein

Vilhjálm nefni ég vaskan mann
honum ég ann yfir alla fram

Lysthúskvæði

Íslenskt þjóðlag.
Ljóð: Eggert Ólafsson

Undir bláum sólarsali
Sauðlauks upp í lygnum dali,
fólkið hafði af hanagali
hversdagsskemmtun bænum á,
fagurt galaði fuglinn sá,
fagurt galaði fuglinn sá.
Og af fleiri fugla hjali
frygð um sumar stundir
Listamaðurinn lengi þar við undi.

Gullinn runnur húsið huldi,
hér með sína gesti duldi,
af blakti laufa blíður kuldi
blossa sunnu mýkti þá,
fagurt galaði fuglinn sá,
fagurt galaði fuglinn sá.
Blærinn kvæði bassa þuldi,
blaða milli drundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.

Hunangsblóm úr öllum áttum,
ilmi sætum lífga máttu,
söngpípan í grasa gáttum
gjörði tíða enda kljá,
fagurt galaði fuglinn sá
fagurt galaði fuglinn sá.
Skjótt var liðið langt af háttum,
lagst var allt í blundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.

Hringbrot 

Píkur sitja á pöllunum
Príddar linna mjöllunum
Skarkali með sköllunum
Skemmtir bauga þöllunum

Klappa saman lófunum
Reka féð úr móunum
Tölta á eftir tófunum
Tína egg úr spóunum

Virðar glíma á völlunum
Ver sig margur tröllunum
Drengir éta úr döllunum
Dautt er flest á tröllunum

Votur er ég vindandi
vóð í flóa syndandi
kem að eldi kyndandi
kulda burtu hrindandi

Heiðlóukvæði
eftir Jónas Hallgrímsson

Snemma lóan litla í
lofti bláu “dirrindí”
undir sólu syngur
“Lofið gæsku gjafarans,
grænar eru sveitir lands
fagur himinhringur.
 

Ég á bú í berjamó
börnin smá, í kyrrð og ró
heima í hreiðri bíða.
Mata ég þau að móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.

Lóan heim úr lofti flaug
ljómaði sól um himinbaug
blómi grær á grundu,
til að annast unga smá.
Alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu.

Dalvísa
eftir Jónas Hallgrímsson

Fífilbrekka, gróin grund
grösug hlíð með berjalautum
flóatetur, fífusund
fífilbrekka, smáragrund!
Yður hjá ég alla stund
uni bezt í sæld og þrautum
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum!

Gljúfrabúi, gamlifoss
gilið mitt í klettaþröngum,
góða skarð með grasahnoss,
gljúfrabúi, hvítur foss!
Verið hefur vel með oss
verða mun það ennþá löngum
gljúfrabúi, gamli foss
gilið mitt í klettaþröngum!

Bunulækur bár og tær
bakkafögur á í hvammi,
sólarylur, blíður blær,
bunulækur fagurtær,
yndið vekja yður nær
allra bezt í dalnum frammi,
bunulækur blár og tær,
bakkafögur á í hvammi.

Systrakvæði.  

Þorkell á sér dætur tvær.
Lét mér blítt veröldin.
Helga og Signý heita þær
Nú fölnar fögur fold.
Langt er síðan mitt var yndið lagt niðrí
langt er síðan mitt var yndið lagt niðrí mold

Gengu þær sig til brunna
   Lét mér……….

Þvoðu hendur og munna
   Nú fölnar f…………

   Langt er…………..

Þegar þær komu langt á leið.
    Lét mér blítt……………….

sáu þar hvar einn riddarinn reið.
    Nú  fölnar f…………..

Hvort eru þið frá álfum
     Lét m………..

eða frá kóngi sjálfum
    Nú fölnar……….

Þorkels dætur erum við
    Lét mér…….

Maríukirkju þjónum við
    Nú fölnar……………