Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Gestabók

Kæru félagar fyrsta æfing okkar á nýju ári verður næstkomandi fimmtudag 10. janúar kl. 20:00

kveðja stjórnin

21 hafa ritað í gestabókina

 1. Halldóra:

  Halló flottu dansarar
  Vorum rétt að kíkja á síðuna ykkar og ath hvort við sæjum mynd ömmu og afa :o )
  Takk fyrir okkur
  Dagný Lind, Andri Fannar, Elmar Ingi og foreldrarnir :o )

 2. Magga:

  Takk María mín…. og sömuleiðis
  Kv. Magga

 3. María Ketils:

  Hafið það gott Magga og Gunni takk fyrir síðast kveðja

 4. Magga:

  Hvernig er það fer aldrei neinn hér inná þessa annars ágætu síðu???
  Kv. Magga

 5. Gunnar:

  HÆ HÆ…… Hinn hinn hinn daginn, Samkomma í SVEITINNI
  Birt úr Hlaupastelpunni. Sjáumst… Kveðja Gunnar(”,)__/´

  Tertur, Böglar, Kveðskapur og DANS.
  Hið árlega tertu og böglauppboð H.F.Þ. verður haldið í
  Ljósvetningabúð Laugardagskvöldið 7. Mars og hefst kl:21.00.

  Hagyrðingar úr Kveðanda verða með Vísnaþátt.
  Kaffi á Könnunni. Allir Velkomnir . Hittumst Hress……
  Harmonikufélag Þingeyinga.

 6. Ingibjörg S.:

  Hæ hæ og takk fyrir flotta ferð á Húsavík. Mínar dömur eru alveg himinlifandi með þetta allt saman og ánægðar með að fá að vera með. Verður maður ekki svo bara að fara að drífa sig að læra textana betur;-) sjáumst hress á fim og vonandi svo á Dallas og Ólo. Kveðja Ingibjörg

 7. Gunnar:

  Hafið þið þakkað færeyingum?

  http://faroe.auglysing.is/

  Góð Kveðja Gunnar

 8. Margrét:

  Heil og sæl.
  Takk þið austanfólk og aðrir fyrir samveruna um helgina í Stórutjarnaskóla.
  Michelle - við munum “flækjufóta dansinn”!!!!!!!
  Við komin í jólaskap…….

  Kv.Magga

 9. Gunnar:

  Sæl öll
  Og takk fyrir frábæra helgi:-) kíki öðru hvoru á siðuna, en hef ekki skrifað í gestabókina. kemst vonandi á næstu æfingu. Gaman að heira frá ykkur að austan Góð KvEÐjA Gunnar Hálsi…

 10. Michelle og Bjarki:

  Skemmtileg síða hjá ykkur. Þökkum enn og aftur fyrir frábæra helgi á Stóru-Tjörnum. Héldum áfram með fjörið á dansæfingu á sunnudagskvöldinu og í leikskólanum á mánudaginn! Meira að segja marsinn tókst sæmilega þó að við hefðum þurft að vera með ,,þykjustupör á endunum”! (ha,ha) Hvílum okkur nú fyrir næstu helgi. Verðum í sambandi. Bestu kveðjur að austan, Michelle, Bjarki, Jökull, Magga, Hjálmar og Erla.

 11. sissa:

  Takk allir fyrir skemmtilega helgi.sjáumst hress og kát á næstu æfingu kv.Sissa og Jón

 12. sissa:

  Satt hjá þér Magga þessi gestabók er allt of lítið notuð fleiri mættu tjá sig hér .sjáumst í kvöld hress að vanda .Sissa og Jón

 13. Margrét:

  Hvernig er með þessa gestabók. Er enginn sem kíkir hér inn? Við erum semsagt byrjuð að hittast á fimmtudagskvöldum. Og ætlum að hittast á Stórutjarnaskóla um miðjan okt. og sprikla duglega og hlæja mikið
  Kveðja
  Magga

 14. magga:

  Hæ Elín
  Það er búið að funda um málið og er í höndum stjórnarinnar þið fréttið örugglega fljótlega af þessu en ég veit að verið er að spá í 12.okt.(er það ekki örugglega helgi?)
  Kveðja
  Magga

 15. Elin Svava Elíasdóttir:

  Jæja , jæja hvað segið þið um landsmót í haust er búið að finna stað fyrir mótið ? verðum nú að fara að huga að þessu. Takk fyrir yndislega daga í Færeyjum.
  kveðja ELin Svava

 16. magga:

  Hæ allir og Emmý líka. Já það var sko gaman í Færeyjum eins og svosem alltaf hjá okkur. Ég er að komast í sumarfrí á morgun ooooo hvað það verður nú flott og gott.
  Sjáumst allavegana á Fiskidag, og endilega látið okkur vita hvort þið getið verið með…..
  Kveðja
  Magga

 17. Emmý:

  *Hún er flott vísan Magga, ;er þetta satt ræður þú? Þetta er afar flott síða sem ég datt alveg óvart inn á áðan, til hamingju með þetta framtak og gangi ykkur vel í framtíðinni.

 18. Elin Svava Elíasdóttir:

  Halló öll sömul gaman að skoða síðuna ykkar ættum að geta lært eitthvað af þessu.
  Kveðja Elin Svava
  Þjóðdansafélagi Reykjavíkur

 19. sissa:

  Satt er það bókin ekki mikið notuð .Annars er sólin búin að skína ídag .sjáumst Sissa

 20. Margrét Bynólfsdóttir:

  Já ekki er nú hægt að segja að þessi gestabók sé mikið notuð… en hérkemur ein kveðja úr sól og blíðu á Austurlandi. Kem norður í nepjuna á miðvikudag…..
  Kveðja Magga

 21. sissa:

  Þetta er hin flottasta síða .Til hamingju með það Agnes.Sjáumst öll hress á næstu æfingu .kv Sissa