Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

» Óflokkað


Haust 2012

On: 4. október 2012 kl. 11.43 · Ummæli » 2

Ágætu dansfélagar og aðrir sem villast inná þessa síðu. Nú er vetrarstarfið byrjað hjá okkur, búnar 3 æfingar og að vanda vel mætt og allir glaðir finnst mér. Framundan er ýmislegt, við munum halda dansmót í lok okt og þá væntum við þess að dansarar frá ýmsum stöðum á Norðausturlandi muni verða með okkur. Svo er […]


Akureyri 150 ára

On: 23. ágúst 2012 kl. 14.20 · Ummæli » 2

Vefarafélar ágætir.  Að sjálfsögðu tökum við þátt í afmælishátíðarhöldum Akureyrarbæjar. Dansfélagið Vefarinn mun verða á Akureyrarvelli á laugardaginn 1.sept. í góðum félagsskap. Að dagskrá lokinni þar verður haldið í miðbæinn og dansað þar á nokkrum stöðum. Nánar um staði og stundir þegar nær dregur.. Hlökkum til að sjá ykkur og gesti og gangandi.
Kv. Magga og Gunni 


Sumarið 2012

On: 12. júní 2012 kl. 23.20 · Ummæli » 1

Kæru félagar. Næsta sýning er á sunnudaginn næsta 17.júní kl 16:00 á Ráðhústorginu, gott væri ef þau sem ætla að dansa þar komi til Maríu og Gústa á fimmtudagskvöld 14.júní kl.20:00. Það er komið á hreint að við verðum ekkert á Þjóðlagahátíð þetta árið, segi ykkur betur frá því öllu næst þegar við hittumst. Svo förum […]


Vorhátíð

On: 18. maí 2012 kl. 9.35 · Ummæli » 1

Er ekki komið sumar?   Við Vefarafélagar ætlum að hittast á laugardaginn(á morgun)  hjá Sillu og Palla (í bústaðnum þeirra) og njóta lífsins um stund. Hver veit nema það verði sungið svosem eins og eitt eða tvö lög og kannski líka dansað smá. Það eru allavegana 3 sýningar á dagskrá í sumar, en það sem […]


Dönsum og syngjum

On: 25. apríl 2012 kl. 15.45 · Ummæli » 1

Í gærkvöld dönsuðum við í Hofi - vá hvað var gaman. Fullur salur af fólki, held það hafi samt sloppið til að ekki þyrfti að vísa neinum frá. Sálubótarfólk söng eins og englar(það sem ég heyrði en ætla nú að hlusta betur á Húsavík). Ég vona svo sannarlega að gestir hafi skemmt sér eins vel og við. […]


Vorsýningar Vefarans

On: 17. apríl 2012 kl. 10.42 · Ummæli » 2

Kæru vinir. Nú fer að styttast í sýningar hjá okkur, í ár ætlum við að efna til samstarfs með Söngfélaginu Sálubót. Þriðjudaginn 24.apr. verðum við í Hofi (Hömrum) og í Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtud. 26.apr. á báðum stöðum kl. 20:30. Kórinn mun flytja söngdagskrá og mun líka syngja undir dansi félaga í Vefaranum. Dansfélagar munu svo sýna nokkra dansa án […]


Góugleði o.fl.

On: 19. mars 2012 kl. 15.29 · Ummæli » 0

Kæru félagar og aðrir sem villast inná þessa síðu. Það sem af er ári hefur sem fyrr verið mjög vel mætt á æfingar oftast u.þ.b. 30 manns. Við höfum mikið verið að fínpússa og koma nýju fólki inní gamla dansa. Lansé gengur svona líka glimrandi vel. Góugleðin okkar var síðast laugardagskvöld- aldeilis hreint ágæt samkoma það. Nefndinni séu […]


Nýtt ár

On: 12. janúar 2012 kl. 13.25 · Ummæli » 2

Ágætu félagar. Takk fyrir síðast öllsömul, takk Maja og Gústi fyrir gott súkkulaði og meðí og takk fyrir kleinurnar Sissa og Jón á þrettándanum. Svo hittumst við í kvöld, Gunni var eitthvað að glugga í bækur í gærkvöld, veit svosem ekki hvort nokkuð kemur útúr því. Við allavegana munum dansa, syngja og hafa gaman eins og við erum vön. […]


Þrettándinn

On: 6. janúar 2012 kl. 16.12 · Ummæli » 3

Ágætu félagar og aðrir sem vilja lesa þetta. Nokkrir félagar úr okkar hópi munu dansa og syngja við þrettándabrennu Þórs á Akureyri í kvöld 6.jan um kl. 19:00. Með ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir liðnar stundir.
Kveðja
Magga og Gunni


Jól

On: 25. desember 2011 kl. 23.24 · Ummæli » 2

Kæru félagar. Bestu óskir um góða jólahátíð (með miklu konfekti og öðru ljúfmeti) og frábært nýtt ár með þökk fyrir allar skemmtilegu stundirnar á þessu ári. Hlökkum til að halda áfram að dansa, syngja og hlæja með ykkur, við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt á næsta ári ekki síður en undanfarið.
Vonum að allir hafi það sem allraallra […]