Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

» Óflokkað


Jólin koma

On: 24. desember 2013 kl. 11.03 · Ummæli » 0

Jól-jól skínandi skær…. Megi jólin verða ykkur góð - áramótin yndisleg og nýja árið færa ykkur dansandi gleði og gæfu. Þessi ósk á við ykkur öll og fjölskyldur ykkar. Við erum ríkari af því við höfum fengið að kynnast og starfa með svona frábæru fólki. Með þökk fyrir allar góðu stundirnar. Kærar kveðjur Magga og […]


Haustvertíð

On: 23. október 2013 kl. 22.07 · Ummæli » 0

Kæru vinir og félagar… Haustið fer vel af stað hjá okkur … nokkrar æfingar búnar - vel hefur verið mætt á þær og mjög gaman. Við vorum í okkar árlegu æfingabúðum á Stórutjarnaskóla um síðustu helgi. Þar var dansað, sungið, svamlað í potti, etið og hlegið, flott og góð helgi. Nú förum við að undirbúa jólaprógramm (Gunni […]


Æfing fellur niður

On: 7. mars 2013 kl. 17.01 · Ummæli » 0

Vefarar.. því miður fellur niður æfing í kvöld, við hittumst svo hress næsta fimmtudag. Þau ykkar sem eiga eftir að skrá sig á góugleði og ákveða hvað þið ætlið að koma með - endilega hafið samband við nefndina, sem er skipuð af Önnu, Ómari, Þuríði og Bryndísi..
Kveðja M og G


Æfing 21.feb

On: 18. febrúar 2013 kl. 13.09 · Ummæli » 0

Félagar góðir. 
Takk fyrir síðast.. Næsta æfing 21/2 verður á venjulegum tíma í Naustaskóla… sjáumst þá …
 Kveðja
Gunni og Magga…


Aðalfundur

On: 6. febrúar 2013 kl. 12.37 · Ummæli » 1

Jæja… ætla bara að minna ykkur á aðalfundinn annað kvöld. Silla- eigum við að hafa með okkur “fjarfundarbúnað”???
Sjáumst hress. Kveðja Magga


2013

On: 12. janúar 2013 kl. 15.34 · Ummæli » 2

Jæja Vefarafélagar… takk fyrir frábæra æfingu á fimmtudagskvöld, alltaf jafn gott að hitta ykkur öll. Það þurftu greinilega allir (ekki síst leiðbeinendur) að rifja ýmislegt upp, það er stundum eins og þurfi að grafa svoltið til að finna það sem var gert fyrir nokkrum vikum, en það finnst alltaf að lokum. Enn og aftur viljum […]


Gleðileg jól

On: 23. desember 2012 kl. 13.31 · Ummæli » 3

Kæru Vefarafélagar og aðrir sem koma við á þessari síðu. Bestu jóla og nýjársóskir sendum við með þökkum fyrir samverustundir liðins árs. Væntum þess að næsta ár verði okkur öllum gott. Dönsum - syngjum - og höfum gaman áfram um leið og við höldum við menningararfinum okkar í dansi og söng.
Jólakveðjur
Magga og Gunni


Jólin nálgast

On: 12. nóvember 2012 kl. 18.47 · Ummæli » 3

Kæru félagar. Takk fyrir góða samveru í Stórutjarnaskóla, þar stóðu sig allir með ágætum þó síðasti dagurinn væri erfiður. En lífið heldur áfram og nú höfum við snúið okkur að jólaprógrammi, búið er að fastsetja að það verður dansað á Dalbæ og Hornbrekku sunnud. 9.des. Eg ætla að setja hérna lögin/dansana sem við stefnum á að nota:
Syrpa: Gilsbakkaþula […]


Leiðrétting

On: 19. október 2012 kl. 15.44 · Ummæli » 1

Þar sem ég var búin að segja frá fyrirhugaðri samvinnu Vefarans og Sálubótar verð ég að láta vita hér að því miður verður ekki af því í þetta skiptið.
Sunnudaginn 28.okt kl 1400 verður sýning í Stórutjarnaskóla, en þá helgi stendur Dansfélagið Vefarinn fyrir móti fyrir þjóðdansa/gömludansa fólk á Norður/austurlandi og mun sýningin byggjast á því sem dansað hefur verið um […]


Veisla framundan

On: 11. október 2012 kl. 9.39 · Ummæli » 0

ÉG má til með að segja frá því að Dansfélagið Vefarinn og Söngfélagið Sálubót ætla að taka höndum saman aftur (eins og s.l. vor) og sýna/syngja í Miðgarði í Skagafirði 10.nóv n.k. Það er ekki búið að ákveða kl. hvað, en ég mun setja það hér inn um leið og ákvörðun liggur fyrir. Það er […]