Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færeyjaferð

Havleikur 2008 
9. - 12. júlí 2008

Um Havleik

Færeyska landssamband dansara, Sláið Ring býður okkur velkomin til norrænnar þjóðdansaráðstefnu, Havleikur, í Færeyjum frá miðvikudegi 9. til 12. júlí 2008.

Tilgangur Havleikur er að styrkja menningarlegt samstarf, skapa tengsl og gefa dönsurum færi á að hittast og skiptast á hugmyndum.

Öllum Norðurlöndunum er boðin þátttaka, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Ísland. Að auki er Grænlandi, Álandseyjum, Sömum, Hjaltlandseyjum og Orkneyjum boðin þátttaka.

Ráðstefnan er haldin í Þórshöfn og er haldin af dansfélögum í Færeyjum, bæði frá Þórshöfn og frá stöðunum í kring. Búið er að skipuleggja heimsóknir til nálægra danshópa á eyjunum í kring. Farið verður með báti og rútum. Auk þess verður haldinn fyrirlestur um menningarlegt efni. En að sjálfsögðu verður dansað mikið af þjóðdönsum öll kvöld.

Dagskrá
Miðvikudagur 9.7. Opnunarhátíð
Fimmtudagur 10.7. Heimsóknir til dansfélaga
Föstudagur 11.7. Ferð og fyrirlestur ásamt færeysku menningarkvöldi
Laugardag 12.7. Danssýning í Þórshöfn, Lokahátíð um kvöldið.

Í hinu ljósa norðri hittast þjóðdansarar á stórri norrænni ráðstefnu í Færeyjum. Þar sem haf og land mætast, mætast einnig fólk, dans og tónlist, vaxa þar saman og dafna í harðneskjulegri en fallegri náttúru. Náttúrufyrirbrigði, gönguferðir um fallega dali, siglingar á smábátum með segli. Í þessu litla norræna samfélagi úti í hafi lifir sagnahefðin og þjóðdansar með norrænum þjóðvísum og löngum færeyskum kvæðum.

Velkomin til Havleikur 2008
(Tekið af heimasíðu Havleiks)