Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

23. október 2013 kl. 22.07

Haustvertíð

Fært undir Óflokkað

Kæru vinir og félagar… Haustið fer vel af stað hjá okkur … nokkrar æfingar búnar - vel hefur verið mætt á þær og mjög gaman. Við vorum í okkar árlegu æfingabúðum á Stórutjarnaskóla um síðustu helgi. Þar var dansað, sungið, svamlað í potti, etið og hlegið, flott og góð helgi. Nú förum við að undirbúa jólaprógramm (Gunni kominn með eitthvað á blað). Ekki æfing annaðkvöld, en hittumst hress í næstu viku .

Þið eruð best.

Kv. Magga

Færslan var rituð 23. október 2013 kl. 22.07 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.