Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

12. janúar 2013 kl. 15.34

2013

Fært undir Óflokkað

Jæja Vefarafélagar… takk fyrir frábæra æfingu á fimmtudagskvöld, alltaf jafn gott að hitta ykkur öll. Það þurftu greinilega allir (ekki síst leiðbeinendur) að rifja ýmislegt upp, það er stundum eins og þurfi að grafa svoltið til að finna það sem var gert fyrir nokkrum vikum, en það finnst alltaf að lokum. Enn og aftur viljum við þakka fyrir frábært síðastliðið ár, gott að vinna með jákvæðum hópi. Ég má til að benda á- að á næsta ári 2014 eru 10 ár síðan félagið okkar var formlega stofnað… svo þarf ekki að fara að hugsa um hvað við gerum skemmtilegt í tilefni af því??? Ef einhver hefur tök á (eða veit um einhvern sem kann ) að klippa saman lög/lagabúta - til að búa til syrpu- þá endilega látið okkur vita.  Sjáumst hress á næstu æfingu- (ekki þó Silla- góða ferð ljúfan). Kveðja Magga

Færslan var rituð 12. janúar 2013 kl. 15.34 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „2013“

  1. Silla:

    Takk fyrir það, Magga mín. Hafið það sem best á meðan ég reyni að nema eitthvað erlendis.
    Kv. Silla

  2. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

    Sömuleiðis takk. Gott að mæta á svona alvöru æfingar og ná allavega einum eða tveimur konfektmolum af sér í hvert sinn. Er ekki einhverstaðar heimsmeistaramót í þjóðdönsum sumar 2014? Ég bara spyr. hehe
    Kv Ingibjörg