Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur janúar2012


Nýtt ár

12. janúar 2012 kl. 13.25 · Ummæli » 2

Ágætu félagar. Takk fyrir síðast öllsömul, takk Maja og Gústi fyrir gott súkkulaði og meðí og takk fyrir kleinurnar Sissa og Jón á þrettándanum. Svo hittumst við í kvöld, Gunni var eitthvað að glugga í bækur í gærkvöld, veit svosem ekki hvort nokkuð kemur útúr því. Við allavegana munum dansa, syngja og hafa gaman eins og við erum vön. […]


Þrettándinn

6. janúar 2012 kl. 16.12 · Ummæli » 3

Ágætu félagar og aðrir sem vilja lesa þetta. Nokkrir félagar úr okkar hópi munu dansa og syngja við þrettándabrennu Þórs á Akureyri í kvöld 6.jan um kl. 19:00. Með ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir liðnar stundir.
Kveðja
Magga og Gunni