Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

12. nóvember 2012 kl. 18.47

Jólin nálgast

Fært undir Óflokkað

Kæru félagar. Takk fyrir góða samveru í Stórutjarnaskóla, þar stóðu sig allir með ágætum þó síðasti dagurinn væri erfiður. En lífið heldur áfram og nú höfum við snúið okkur að jólaprógrammi, búið er að fastsetja að það verður dansað á Dalbæ og Hornbrekku sunnud. 9.des. Eg ætla að setja hérna lögin/dansana sem við stefnum á að nota:

Syrpa: Gilsbakkaþula (Fósturjörð)-Nú er glatt í hverjum hól (Myrgin)-Hani krummi hundur svín -Krummi svaf í klettagjá (Heiðlóukvæði)-Skreytum hús með greinum… (Sólarsalir)-Það á að gefa börnum brauð (Vorvindar)-Jólasveinar ganga um gólf (Hemingur)-Vefari-Laugardagskv. Aðrir dansar: Þyrnirós (Íslandsfjöll) - Nú er Gunna á nýju skónum (fjölskyldudans) - Jólaferningsvals - Grílukvæði - Vikivaki - Lancier. Svo verður tekinn tími á þessu og skoðað hvort einhverju er ofaukið, eða hvort vantar meira…

Kveðja Gunni og Magga

Færslan var rituð 12. nóvember 2012 kl. 18.47 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

3 ummæli við „Jólin nálgast“

 1. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

  Flott þetta, þá er bara að fara að æfa sig á tekstunum.
  Kv Ingibjörg

 2. Heiðdís:

  glæsilegt og sammála Ingibjörgu eins gott að læra textana. kv. Heiðdís og Elís

 3. Jón:

  Við getum fengið 30 m.rútu á 20 þ.í ferðina.
  Ég reiknaði með að við myndum nota okkur það.
  Kv. Jón