Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

17. apríl 2012 kl. 10.42

Vorsýningar Vefarans

Fært undir Óflokkað

Kæru vinir. Nú fer að styttast í sýningar hjá okkur, í ár ætlum við að efna til samstarfs með Söngfélaginu Sálubót. Þriðjudaginn 24.apr. verðum við í Hofi (Hömrum) og í Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtud. 26.apr. á báðum stöðum kl. 20:30. Kórinn mun flytja söngdagskrá og mun líka syngja undir dansi félaga í Vefaranum. Dansfélagar munu svo sýna nokkra dansa án kórsins og sem dæmi verður Vefardansinn sýndur bæði á íslenskan hátt og eistneskan. Aðgangseyrir er kr. 2000 og frítt fyrir 14 ára og yngri. Vonum að þið gefið ykkur tíma til að sjá skemmtilega dansa og hlusta á ljúfa tónlist. Við lofum góðri kvöldstund..

 Kveðja Magga og Gunni

Færslan var rituð 17. apríl 2012 kl. 10.42 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Vorsýningar Vefarans“

  1. Bogga:

    þetta mun verða frábært ekki síður en venjulega :-)

  2. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

    Flott. ;)