Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

19. mars 2012 kl. 15.29

Góugleði o.fl.

Fært undir Óflokkað

Kæru félagar og aðrir sem villast inná þessa síðu. Það sem af er ári hefur sem fyrr verið mjög vel mætt á æfingar oftast u.þ.b. 30 manns. Við höfum mikið verið að fínpússa og koma nýju fólki inní gamla dansa. Lansé gengur svona líka glimrandi vel. Góugleðin okkar var síðast laugardagskvöld- aldeilis hreint ágæt samkoma það. Nefndinni séu hér þakkir færðar. Nánari upplýsingar um framkvæmd vorsýninga verða fram bornar á næstu æfingu… Höldum svo áfram sem hingað til að dansa, syngja og hlægja…

Kveðja Magga 

Færslan var rituð 19. mars 2012 kl. 15.29 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.