Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

28. nóvember 2011 kl. 12.12

Aðventuferð út með firði

Fært undir Óflokkað

Jæja kæru félagar,  takk enn og aftur þið sem voruð með okkur í gær og takk Jón fyrir aksturinn. Það er alltaf jafn gaman að vera með ykkur, og við svo sannarlega vonum að áhorfendur hafi skemmt sér jafnvel og við. Ég reyndar veit að þetta framlag okkar veitir birtu í sál og sinni þessa aldraða fólks, svo marga kossa og mörg faðmlög fáum við. 

Mig langar að ítreka við ykkur að þið endilega komið sem allra flest næsta fimmtudag svona til að syngja með okkur jólalögin, því eftir þessa æfingu förum við í jólafrí. Nema við sem ætlum að dansa á Hlíð fáum ekki frí fyr en að því loknu.. 

 Knús og kossar til ykkar allra

Magga og Gunni 

Færslan var rituð 28. nóvember 2011 kl. 12.12 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

4 ummæli við „Aðventuferð út með firði“

 1. Hallmundur:

  Ekki nema sjálfsagt að kommentera,Magga: Þetta bara var og er og verður æðislegt!

 2. silla:

  Takk fyrir sjálf. Við eigum vonandi eftir að hittast fyrir jól

 3. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

  ;)

 4. María Ketils:

  Ágætu vinir og dansfélagar.
  Við óskum þess að hamingja, gleði og friður séu með ykkur á þessari jólahátíð og nýtt ár gefi góða og gæfuríka tíma.
  Þökkum alla samveru á árinu,Canadaferð sem var frábær og þið sem áttu veg og vanda af henni eigið þökk fyrir.Sjáumst glöð.
  Jólakveðja. Mæja og Gústi.