Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

26. júní 2011 kl. 2.12

Ágætu félagar

Fært undir Óflokkað

Smá upplýsingar. Við Gunni tókum Hildi Marín litlu með okkur og sýndum á Fosshóli, fáum greitt fyrir þetta, en því miður treystu þær handverkskonur sér ekki til að kaupa af okkur heila sýningu, við ákváðum að gera þetta í þeirri von að okkur takist að selja meira á næsta ári. Við dönsuðum Vorvindana, Hana krumma, Laugardagskvöldið, Sjómannaskottís og Gunni og Hildur dönsuðu saman 3 dansa. Við fórum svo í Narfastaði og dönsuðum fyrir útlendingana sem voru að borða þar. Góður dagur að kvöldi kominn. Við hittumst næst í Laufási laugardagin 2.júlí og síðar sama dag koma Danirnir til okkar - nóg að gera- en bara gaman.
Kveðja Magga Br

Færslan var rituð 26. júní 2011 kl. 2.12 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Ágætu félagar“

  1. Ásrún:

    Þetta tókst bara vel þrátt fyrir fámenni, takk fyrir helgina, kv. Ásrún

  2. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

    Flott hjá ykkur. Það gerir nú samt ekkert til að ath hvort fleiri eru til í að vera með því við erum jú að þessu fyrst og fremst ánægjunnar vegna. En ég veit að þið hafið gert þetta með sóma eins og allt sem þið takið ykkur fyrir hendur. Kv Ingibjörg