Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

10. janúar 2011 kl. 20.38

Þrettándagleði Þórs

Fært undir Óflokkað

Kæru félagar

Sú staða er komin upp að óskað hefur verið eftir því að við dönsum á Þrettándagleði Þórs næstkomandi fimmtudag kl. 20:00. (þá fellur að sjálfsögðu æfingin niður)

Því óskum við eftir að þið sem sjáið ykkur fært að taka þátt í þessu látið Möggu og Gunna vita sem allra fyrst (helst strax) svo þau viti hversu mörg pör verða.

Við konurnar munum ekki klæðast upphlutum en verðum í svörtum síðum pilsum, hvítri skyrtu, góðum skóm, ullarsjal vafið um okkur og með svuntur. Gunni og Magga redda húfunum.
Herrarnir verða í sínum hnébuxum, sokkum, skóm og lopapeysum og með húfurnar sínar.

Prógrammið verður að mestu úr jólaprógamminu.

Kveðja Stjórnin

Færslan var rituð 10. janúar 2011 kl. 20.38 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Þrettándagleði Þórs“

  1. Ásrún:

    Var búin að svar á feysinu, get komið kv. Ásrún