Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

6. janúar 2011 kl. 20.45

2011

Fært undir Óflokkað

Ágætu flélagar… Þá er nú komið nýtt ár- ég óska ykkur öllum gleði og gæfu á þessu ágæta ári og bestu þakkir fyrir allar góðar stundir liðins árs. Það er fimmtudagur í dag og ég sit hér með tölvuna á hnjánum og sjónvarpið í gangi (ekkert bitastætt til að horfa á þar) - held ég ætti að vera að æfa mig að dansa frekar. En samkvæmt viðburðadagatalinu hér á síðunni er fyrsta æfing ársins áætluð nákvæmlega eftir viku, sem sagt fimmtudaginn 13.01. Hlakka mikið til að byrja, en verð að viðurkenna að ég er dálítið fegin að þurfa ekki meira út í veðrið í kvöld. Það verður gaman að hitta ykkur öll..
Kv. Magga

Færslan var rituð 6. janúar 2011 kl. 20.45 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

4 ummæli við „2011“

 1. Ásrún:

  Sama hér hlakka til að hitta ykkur og byrja dansinn. Heyrði í morgunútvarpinu Vikivaka Sveinbjörns og það lá við að ég tæki sporinn fram og til baka og djúpu hneiinguna. Segið þið svo að þetta festist ekki í manni. kv. Ásrún

 2. María Ketils:

  Gleðilegt ár, þakka góðar stundir á liðnu ári ég verð fjarverandi á fyrstu æfingu kv. María K.

 3. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

  Já gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir það gamla. Hlakka til að sjá ykkur og ekki veitir af að fara að liðka sig aðeins. Kv Ingibjörg S.

 4. Agnes:

  Kvitteríkvitt og gleðilegt árið. Hlakka til að sjá ykkur
  Agnes