Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

12. nóvember 2010 kl. 12.16

Gaman

Fært undir Óflokkað

Mig langar að segja frá því hér hvað er mikill kraftur í félaginu okkar núna. Á æfingum núna hefur mæting verið með allra besta móti, um og yfir 30 manns. Við erum farin að æfa fyrir sýningar á aðventu og notum þá jólalög til að dansa eftir. Mér finnst frábært hvað allir eru tilbúnir að taka þátt í því sem verið er að gera og ég sé fram á flottar sýningar. Og ekki er síður gaman að jafnvel þó menn séu lítið sem ekkert að sýna, eins og nýja fólkið okkar, þá vilja þau vera með- okkur til halds og traust.  Það var ekkert smá gaman á æfingunni í gærkvöld. Hittumst svo hress næsta fimmtudagskvöld (verðum vonandi ekki snjóuð í kaf) og höldum áfram á sömu braut.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt !!!!

Kveðja Magga

Færslan var rituð 12. nóvember 2010 kl. 12.16 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Gaman“

  1. Silla:

    Ekki spruning. Nú er flottur “gangur” í Vefaranum. Þessi vetur lofar góðu og sumarið 2011 verður frábært, ef allt gengur eftir. Þetta með snjóinn… mér sýnist hann aðallega vera á Akureyri, alla vega blöskrar okkur ekki það sem hér er……….
    Silla og Palli.

  2. Heiðdís:

    Bara frábært :)