Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

24. september 2010 kl. 18.14

Stórutjarnir og Kanadaferð

Fært undir Óflokkað

Stórutjarnir og Kanada 

Kæru félagar nú styttist í að við förum í okkar árlegu ferð á Stórutjarnir en hún verður helgina 15. – 17. okt. Þeir sem hafa áhuga á að fara og ekki eru búnir að skrá sig vinsamlegast láti  Möggu og Gunna vita sem allra fyrst svo hægt sé að panta herbergi fyrir ykkur. 

Félagið borgar aðstöðugjaldið og annan mat nema á laugardagskvöldið en þá verður tvírétta kvöldverður og kostar hann 3.500 kr á mann.Fólk hafi sjálft með sér drykki.  

Verð:Uppábúið herbergi fyrir tvo með baði er kr. 11.000Uppábúið herbergi fyrir tvo án baðs kr. 7000Svefnpokapláss kr. 2000 rúmmið   

Kanadaferðin Miklar líkur eru á því að það verði að Kanadaferðinni á næsta ári. Þeir félagar sem hafa áhuga á að fara í ferðina en eru ekki búnir að skrá sig hafi samband við Heiðdísi eins ef þið viljið fá nánari upplýsingar.  Flogið yrði frá Egilsstöðum fimmtudaginn 28. júlí og til baka fimmtudaginn 4.ágúst. 

Kveðja stjórnin 

Færslan var rituð 24. september 2010 kl. 18.14 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Stórutjarnir og Kanadaferð“

 1. Magga:

  Mér finnst þetta flott….
  sjáumst
  Kv. MAGGA

 2. silla og palli:

  Vid komum mjog brun og saet a Storu-Tjornum, en verdum thvi midur ordin hvit aftur adur en vid forum til Kanada.
  kv. ur solinni
  Silla og Palli.