Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

14. júní 2010 kl. 17.42

Ísleikar 2010

Fært undir Óflokkað

Kæru félagar nú styttist í Ísleikana. Bent hafði samband í síðustu viku og óskar hann eftir því að við sýnum á laugardeginum 10/7, sunnudeginum 11/7 í Árbæjarsafni, miðvikudeginum 14/7 í Háskólabíói og jafnvel á föstudeginum 16/7.  Þetta eru allt stuttar sýningar ca. 10-12 mín. Ef einhverjir sem ekki voru búnir að skrá sig en hafa áhuga að fara að láta mig vita sem allra fyrst. Kveðja Heiðdís

Færslan var rituð 14. júní 2010 kl. 17.42 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

9 ummæli við „Ísleikar 2010“

 1. Þórey Ketilsdóttir:

  Var að lesa orðsendingu frá Heiðdísi - takk - Þurfum við sem höfum sýnt áhuga á Ísleikum ekki að hittast og ræða mál. Það sem við María höfðum tjáð okkur var að við hefðum ekki hugsað okkur að vera viku fyrir sunnan
  alltént ekki okkar betri helmingar. Hvað hafa félagar í hyggju?? ÞK

 2. Heiðdís:

  jújú það er þess vegna sem ég setti þetta inn. Við þurfum að vita hverjir ætla örugglega suður og hversu lengi og hvaða daga þá þeir ætla að vera til þess að vita hvaða dansa við getum sýnt :) Kv. Heiðdís

 3. Agnes:

  Er að hugsa, læt vita fljótlega. Ég yrði þá með fyrri helgina, hef ekki tök á öðru. Fætur eða fingur verða til brúks eins og félaginu hentar.

 4. Silla:

  Að sjálfsögðu komum við með. Erum búin að gera ráð fyrir að kveljast í Rok og rigningar-vík í heila viku eða svo í sumarfríinu. Leiga mér herbergi út í bæ og allt hvað eina. Sjáumst á mánudag hjá Heiðdísi.

 5. Magga:

  Jújú- við Gunnar ætlum að DVELJA, (ekki kveljast) í Borg óttans þessa annars ágætu viku.. munum dansa-syngja og hlæja saman með ykkur eins og okkur einum er lagið. Það skal sko verða megafjör hjá okkur. En þetta nafn á Rvíkinni er reyndar assg…. gott Silla.

  Kveðja
  Magga

 6. Ásrún:

  Hæ hæ, ég mun eins og Silla og Palli sýna af mér þá hetjulund að kveljast af norðan fiðringi í Borginni þessa viku, en ætla að hafa gott veður og treysti á ykkur að bjarga andlegu hliðinni, sjáumst á mánudaginn, kv. Ásrún.

 7. Bogga:

  Góðan daginn,ég var ekkert búin að gera grein fyrir mér, en ég mundi hafa áhuga fyrir 10. og 11. en þarf að vinna 12. Svo mig langar að vera mer í hópnum,kv Bogga

 8. Heiðdís:

  Frábært að heyra þetta, við munum skemmta okkur vel eins og okkur einum er lagið :) Kv. Heiðdís

 9. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

  Hæ hæ ætla ekki að missa af neinu og búin að pakka niður polla-gallanum og prjóna á mig hálf Færeyska-húfu. kv Ingi