Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

25. maí 2010 kl. 11.12

Skilaboð-skipið

Fært undir Óflokkað

Ágætu félagar

Jósavin var að tala við mig og bað mig að setja hér inn að það er búið að aflýsa sýningunni í skipinu á laugardaginn. Eina skýringin var að salurinn væri svo lítill - ég sem hélt að við værum svoo pen. - Þetta eru óneitanlega vonbrigði, en þá er bara að brosa og einbeita sér að undirbúningi fyrir Ísleika, allavegana veit ég ekki um neitt fyrr en þá hjá okkur.

Eigið góða kosninga og Eurovision helgi

Kveðja - Magga

Færslan var rituð 25. maí 2010 kl. 11.12 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

5 ummæli við „Skilaboð-skipið“

 1. Ásrún:

  Þeir hafa heyrt að það væru rassaköst og pylsaþytur í okkur. En er ekkert á 17. júní og Fífilbrekkuhátíðinni?

 2. Heiðdís:

  okey eins og við vorum orðin spennt. hvað með Sjómannadaginn? kv. Heiðdís

 3. Magga:

  Já spurning hvort þeir hafi fundið einhvern sem tók minna pláss… En hef ekkert heyrt um Sjómannadaginn og svo erum við Gunni allavegana alveg upptekin 17.júní- Jónína Björt er að útskrifast úr MA svo við látum fjölskylduna ganga fyrir þann dag.
  Kveðja Magga

 4. Silla:

  Iss, þetta skip hefur greinilega verið eitthvað peð. Við dönsum bara í alvöruskipum, þar sem plássið á sviðinu er nóg. Vonandi erum við alla vega komin á blað hjá “skipafélögunum”
  kv. Silla.

 5. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir:

  Hæ hæ farin að sakna ykkar. Er ekki örugglega búið að skrá okkur á Ísleika? Kv Ingibjörg