Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

11. maí 2010 kl. 22.14

Hæhæhæ

Fært undir Óflokkað

Takk fyrir síðast allir…. ég meina kærar þakkir fyrir síðast. Sýningin á Eg var hreint frábær leyfi ég mér að segja og ferðin öll vel heppnuð. Svo ætlum við að gera enn betur á Dalvík á fimmtudaginn (ekki satt). Hittumst kl 1400 hjá Sillu og Palla til að borða osta og koma okkur í rétt klæði.
Svo langar mig að segja ykkur frá því að Jónína Björt er að fara að syngja á tónleikum á morgun kl 1800 í Ketilhúsinu. Hún syngur þar dúett úr Töfraflautunni, Libiamo úr La Traviata ofl. Allir velkomnir kostar ekkert inn, þá gætuð þið heyrt hvað hún verulega getur…
Heyrumst og sjáumst hress.
Magga

Færslan var rituð 11. maí 2010 kl. 22.14 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Hæhæhæ“

  1. Heiðdís:

    Takk fyrir síðast magga og allir hinir bæði vefarar og vafrarar. Þetta var frábær ferð sem við fórum í og mun seint gleymast. Jú við munum örugglega betur minnsta kost einn dansinn annars erum við bara frábær. Sjáumst á Dalvík hress og kát. Kveðja Heiðdís og Elís

    ps. aldrei að vita nema maður kíki í Ketilhúsið :)