Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur nóvember2009


Helgin búin

30. nóvember 2009 kl. 23.49 · Ummæli » 10

Ágætu félagar.
Bestu þakkir fyrir frábæra helgi. Þið sem lánuðu búningana á árshátíð MA - bestu þakkir frá krökkunum- Þau voru mjög ánægð og fannst mjög gaman- strákarnir sögðust hafa verið “flottastir”. Það er örugglega rétt hjá þeim. Sýningarnar tókust frábærlega- enda erum við best. Við hittumst svo á fimmtudag á síðustu æfingu fyrir jól - höfum […]


Aukasýning

21. nóvember 2009 kl. 22.43 · Ummæli » 5

Sæl mín kæru
Okkur stendur til boða að sýna í Bergi menningarhúsi á Dalvík á sunnudaginn, 29.okt - fáum reyndar ekki greitt fyrir nú, en fáum svo salinn frítt til að halda sölusýningu t.d. í vor. Þetta mundi verða um kl 15:00 eða 15:30 og færi eftir fjölda sýnenda hversu mikið yrði sýnt. Það er í gangi […]


7:30 eða 19:30?

20. nóvember 2009 kl. 10.03 · Ummæli » 2

Þið ráðið hvorn tímann þið veljið, en það er allavega mæting aðeins fyrr næsta fimmtudag fyrir þá sem sýna Grýlukvæði.
En 19:30 er ritháttur sem kom ekki til sögunnar fyrr en allt fór að tölvuvæðast og kerfin réðu ekki við svona einfalt mál. Alveg eins og þegar dagsetningar eru skrifaðar 08.06 vegna þess að tölvan verður að […]


Bara tvær æfingar eftir fyrir sýningu

17. nóvember 2009 kl. 10.07 · Ummæli » 4

Allir að mæta 7:45 næsta fimmtudag með söngmöppurnar svo hægt sé að renna yfir texta og æfa sönginn.
Ritari