Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur október2009


Næsta æfing

28. október 2009 kl. 14.15 · Ummæli » 3

Þá er árlega skemmtihelgin okkar liðin og því miður heilt ár í þá næstu. Alltaf er þetta jafn gaman, við erum (að eigin áliti) svo skemmtilegur hópur. Gaman að sjá hvað Vafrarar endast líka alltaf með okkur Vefurum.
Ullarbandið var með ljómandi góða æfingu á sunnudag og verður tónlistarflutningurinn þennan veturinn mjög skemmtilegur. 
Af því tilefni viljum við […]


Síðasta æfing og næsta helgi

23. október 2009 kl. 10.34 · Ummæli » 3

Á æfingunni í gærkvöldi voru jóladansarnir rifjaðir upp með góðum árangri. Að sjálfsögðu, ekki nema ár síðan við dönsuðum þá síðast.
Í hléi var tilkynnt hvað væri á fimm ára áætlun hjá hópnum. Greinilegt að Færeyjaferðin var vel lukkuð fyrst það á að leggja í aðra ferð. Ritari stakk upp á því við borðfélagana að […]


Síðasta æfing…

16. október 2009 kl. 18.56 · Ummæli » 2

má segja að hafi verið óskalagaæfing í lokin. Við byrjuðum auðvitað á því að læra eitthvað nýtt, við erum alltaf svo spennt fyrir því að læra eitthvað nýtt. Tókum brot við Grýlukvæði eins og við höfum aldrei dansað annað. Lærðum hin ýmsu brot og útgáfur af þeim, meira að segja hvernig eigi að bakka með […]


Næstu dansar

8. október 2009 kl. 19.14 · Ummæli » 5

Verður þetta ekki næst á dagskrá hjá okkur?
http://www.youtube.com/watch?v=tGmQeZSpiuo&NR=1


Textar

4. október 2009 kl. 15.55 · Ummæli » 5

Púff, jæja ég held að allir textar séu komnir inn. Það má síðan einhver glöggur fara yfir textana. Hvort ég sé að gleyma einhverjum lögum eða hvort einhversstaðar leynist meinleg ásláttarvilla.
Svo er matsatriði uppröðun á textunum, ég ákvað að eyða tímanum ekki í að velta fyrir mér hvaða textar ættu vel saman, en það hefði […]


Textar

2. október 2009 kl. 10.20 · Ummæli » 3

Við erum að vinna í því að koma öllum textum hér inn á síðuna. Hér til hliðar er komin ný undirsíða sem heitir Textar - Jólalög, allir jólatextar eru komnir þar inn og svona eftir því sem tími vinnst til þá munu hinir textarnir koma inn. Þið fylgist með.
Agnes