Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur september2009


Góða veislu

30. september 2009 kl. 17.31 · Ummæli » 2

Jæja hér kemur einn texti til að læra, svo er “Myrgin” inná textar á síðunni, það þarf líka að rifja upp Þorkelsdætur og Ólöfarkvæði.
Sjáumst spræk..
Kv. Magga  
Góða veislu gjöra skal
Góða veislu gjöra skal,
þá ég geng í dans,
kveð ég um kóng Pipín
og Ólöfu dóttur hans.
Viðlag: Stígum fastar á fjöl
Spörum ei vorn skó
Guð mun ráða hvar við dönsum […]


Fyrsta æfingin búin

25. september 2009 kl. 9.52 · Ummæli » 6

Þá er fyrsta æfing vetrarins búin og var mæting ljómandi góð þó það hafi vantað nokkra reynslubolta. Fjórar nýjar konur mættu á æfinguna og eru þær boðnar hjartanlega velkomnar, vonandi verða þær með okkur áfram.
Stjórnin tilkynnti að haustferðin okkar verður helgina 23. - 25 október og gat fólk skráð sig í hana í gærkvöldi. […]


Kveðja frá Svíþjóð

14. september 2009 kl. 16.18 · Ummæli » 3

Sól og blíða… Bara aðeins að leyfa ykkur að vita að ég er í góðu yfirlæti hér í svíaríki, en hlakka til að koma heim á klakann  (enda ekki með elskuna mína með mér hér..hahahaha))
Vona að allir séu hressir
Kveðja Magga


Er að koma vetur?

2. september 2009 kl. 18.47 · Ummæli » 7

Er fólk ekki farið að bíða eftir að æfingar byrji?
Eða er það bara ég af því að ég hef lítið verið með í sumar?
Agnes