Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur júlí2009


Enn fréttir frá okkur

30. júlí 2009 kl. 23.01 · Ummæli » 10

Jæja elskurnar…. Þá er þetta stríð búið, hann Björgvin dó í dag. Við erum bara sátt og höldum okkar striki með Fiskidaginn og lífið. Takk fyrir ykkar góðu hugsanir.
Kveðja
Gunni og Magga


Fréttir frá okkur

29. júlí 2009 kl. 23.48 · Ummæli » 3

Því miður eru þessi veikindi ekki búin hjá Björgvin, við erum enn á vaktinni, honum hefur hrakað heldur aftur…  ómögulegt að segja hvað gerist. Bróðir hans Gunna er að koma frá Svíþjóð og verður fram yfir Fiskidag. Svo við allt er óbreytt varðandi Fiskidag svo endilega látið okkur að vita með mætingu í sýningar sem […]


Fleiri fréttir

28. júlí 2009 kl. 16.40 · Ummæli » 7

Það er gott að heyra að Björgvin líður betur. Annars er það að frétta héðan úr Stekkjartúninu að Spói litli var skírður á sunnudag. Hrútur Spói var reyndar hafnað af mannanafnanefndinni sem er staðsett hér á heimilinu svo það fór aldrei fyrir hina nefndina. Í staðinn fékk hann nafnið Guðmundur Jóvin eftir öfum sínum. Og […]


Góðar kveðjur virka

28. júlí 2009 kl. 14.55 · Ummæli » 4

Hæ. Takk fyrir góðu kveðjurnar ykkar. Þær, ásamt fleiru virkuðu svo vel að gamli maðurinn hætti við að fara í þetta skiptið. Við biðum alla mánudagsnóttina og héldum að hver stund yrði sú síðasta hjá Björgvin, en í gærmorgun sneri hann við blaðinu og nú er hann allur að braggast.
Sjáumst hress á Fiskidag.
kveðja
Gunni og Magga


Kæru Vefaravinir

26. júlí 2009 kl. 21.30 · Ummæli » 7

Við ákváðum að leyfa ykkur að vita af því að við erum nú í þeirri stöðu að Björgvin (pabbi/tengdapabbi) er orðinn svo veikur að við bíðum bara eftir því að hann kveðji. Við höfum verið mest út á Hornbrekku í gær og dag. Honum hefur hrakað mjög í dag, svo við gerum ráð fyrir að […]


Fiskidagurinn mikli

23. júlí 2009 kl. 22.31 · Ummæli » 3

Það verða þrjár sýningar á Fiskidaginn, við verðum ekki á sviðinu og ákváðum að ofkeyra okkur ekki þetta árið. Við byrjum við Dalbæ eins og í fyrra kl. 11:00 svo er áætlað að vera á bryggjunni um kl 13:00 og að síðustu upp við Kaupfélagið um kl 14:00. Þetta þýðir að við verðum búin um […]


Gjöf

18. júlí 2009 kl. 19.44 · Ummæli » 3

Kæru félagar í Vefaranum. Stjórnin færði í dag Agnesi, Sissa og syni þeirra gjöf frá félaginu. Það var Basson - burðarpoki sem mun koma sér vel fyrir þau. (nú hefur Agnes herran alltaf fastan við sig í dansinum). Kveðja stjórnin


Takk allir

13. júlí 2009 kl. 14.03 · Ummæli » 8

Takk allir fyrir frábæra helgi með Dönunum þetta hefði ekki getað verið betra. Erum í skýjunum bæði tvö. Kveðja Heiðdís og Elís


Helgin með Dönunum

6. júlí 2009 kl. 21.37 · Ummæli » 12

Dagskráin með Dönunum um næstu helgi verður á þessa leið:
Föstudagskvöld 10. júlí
Bátsferð með Húna 11 kl.20:00
Mæting ekki seinna en 19:30 á bryggjunni, verð ca 3.000 kr á mann
Laugardagur 11. júlí
Þá verður Dönunum boðið í óvissuferð og sameiginlegan kvöldverð með okkur. Jósavin fær rútu til afnota fyrir danska hópinn. Óvissuferðin kostar kr. 1.000 pr. mann. Farið frá […]


Litli dansherrann

6. júlí 2009 kl. 13.41 · Ummæli » 8

Hæ hæ
Fékk þau skilaboð að ég væri engan veginn að standa mig í fréttaflutningi af litla barnabarninu ykkar.
Ég skammast mín alveg ferlega en hef mér til afsökunar að ég hafi haft um annað að hugsa : )
Litli prinsinn dafnar og stækkar vel:
8. júní - Nýfæddur: 2.365 gr og 48 cm, 9,5 merkur
15. júní - 7 […]