Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur maí2009


VOR

25. maí 2009 kl. 19.18 · Ummæli » 1

Jæja nú er farið að vora. Takk fyrir skemmtilegt kvöld á Svalbarðseyri, gaman að koma í Safnasafnið, margt sem kom á óvart þar. Svo voru blómin falleg í gróðrastöðinni, en fyrir mig óþarflega mikið af randaflugum í stærri kantinum. Vildi að fólk væri alltaf svona tilbúið í “altarisgöngu” eins og við í safnaðarheimilinu…. Rétt að láta […]


Ólöfarkvæði

14. maí 2009 kl. 8.20 · Ummæli » 7

Jæja, þá er að halda áfram að læra texta…..
Kóngur reið með steini fram
– úti í grænum runni –
hitti hann fyrir sér lítið barn
– Fellur dögg á fagra eik í lundi –
Tekur hann svein og horfir á
illa gáir þín móðir að
Vefur hann svein í silkiklút
ríður svo til skemmunnar út
Hver á þennan fagra svein
ég fann hann undir […]


Snildaræfing

11. maí 2009 kl. 23.25 · Ummæli » 3

Elskurnar mínar….
Æfingin á laugardaginn var tær snild, vel mætt og allir svooo á jákvæðu nótunum, við lærðum alveg helling og fínpússuðum það sem við kunnum….. auðvitað verðum við best í sumar, eins og alltaf…
Sjáumst á fimmtudagskvöld
Magga


Vorgrill

6. maí 2009 kl. 19.29 · Ummæli » 1

Árlega vorgrillið okkar verður laugardaginn 16. maí. Fólk er beðið að mæta klætt eftir veðri að Valsárskóla klukkan 16:30. Þar munum við hreyfa okkur aðeins, kíkja á náttúruna í kring og borða góðan mat eins og venjulega. Munið að taka með ykkur þær veigar sem þið viljið drekka um kvöldið. Nánari upplýsingar verða gefnar á næstu æfingum.  
Þórey og […]