Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur mars2009


Textar til að læra

31. mars 2009 kl. 23.33 · Ummæli » 6

Heiðlóukvæði
eftir Jónas Hallgrímsson
Snemma lóan litla í
lofti bláu “dirrindí”
undir sólu syngur
“Lofið gæsku gjafarans,
grænar eru sveitir lands
fagur himinhringur. 
Ég á bú í berjamó
börnin smá, í kyrrð og ró
heima í hreiðri bíða.
Mata ég þau að móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða. 
Lóan heim úr lofti flaug
ljómaði sól um himinbaug
blómi grær á grundu,
til að annast unga smá.
Alla étið hafði þá
hrafn […]


Sumarið er tíminn

27. mars 2009 kl. 8.22 · Ummæli » 5

Það er búið að uppfæra viðburðadagatalið hjá okkur. Endilega skoðið hvað er framundan, það er nóg að gera í sumar.
Svo er einn Vefarinn, hann Hallmundur, með sýningu í Populus Tremula 28. og 29. mars á myndverkum sínum. Eins verður hann með lítið vísnakver til sölu með 60 kreppuvísum. Sýningin er opin báða dagana frá […]


Lysthúskvæði

25. mars 2009 kl. 22.11 · Ummæli » 0

Lysthúskvæði
Íslenskt þjóðlag. Ljóð: Eggert Ólafsson. Úts. Róbert A. Ottósson.

 

 

Undir bláum sólarsali
Sauðlauks upp í lygnum dali,
fólkið hafði af hanagali
hversdagsskemmtun bænum á,
fagurt galaði fuglinn sá,
fagurt galaði fuglinn sá.
Og af fleiri fugla hjali
frygð um sumar stundir
Listamaðurinn lengi þar við undi.
Gullinn runnur húsið huldi,
hér með sína gesti duldi,
af blakti laufa blíður kuldi
blossa sunnu mýkti þá,
fagurt galaði fuglinn sá,
fagurt galaði […]


Danshelgi og góugleði

23. mars 2009 kl. 22.51 · Ummæli » 0

Jæja allir….
Það var ekkert nema frábært að fá Ragnar og Guðlaugu til okkar um daginn, við Gunni söfnuðum ekkert smá í sarpinn (og töskuna) af þekkingu og erum náttúrlega byrjuð að miðla því áfram til ykkar. Góugleðin tókst með ágætum, eins og allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Hún var samt pínu öðruvísi en áður haldnar “gleðir” og var […]


Góugleði

13. mars 2009 kl. 9.53 · Ummæli » 1

Góugleðin okkar verður næsta laugardagskvöld, 14. mars. Hún hefst klukkan fimm seinnipartinn á því að Ragnar og Guðlaug frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur ætla að kenna okkur eitthvað ,,nýtt” að dansa. Eftir kennsluna fáum við girnilegan nautapottrétti og köku frá Bautanum, svo dönsum við fram á nótt.
Kvöldið kostar 1.600 krónur á mann og verður að gera […]


Ósk um þátttöku í könnun

10. mars 2009 kl. 8.15 · Ummæli » 0

Þá er rannsókn mín á notkun og eðli þjóðbúninga íslenskra kvenna komin á næsta stig. Allt hefur þetta sinn gang og nú hef ég sett skoðanakönnun á Netið, til að ná eins mikið af upplýsingum og unnt er, áður en ég kem í sumar til að taka viðtöl. Mér þætti gífurlega vænt um, ef þú […]


Gamall ritari

6. mars 2009 kl. 12.17 · Ummæli » 0

Skemmtileg æfing í gærkvöld, gott að hlægja annað slagið. Ákvað að færa vísuna hans Hallmundar á meira áberandi stað.
Hver  vefur þennan vefnað hingað inn
á vefinn, þætti skemmtilegt að frétta
Annars mun nýi annálsritarinn
annálaður fyrir hitt og þetta….
Við skulum gera ráð fyrir að hittast um kl. 5 á laugardaginn 14.mars með Ragnari í Rauðakrosssalnum. Þurfum að vera vel úthvíld […]


Góugleði

2. mars 2009 kl. 21.50 · Ummæli » 7

Góðan daginn gleðipinnarnir ykkar, hér kemur fyrsta færsla nýs annálsritara sem var ráðinn á síðasta stjórnarfundi 26.2.09 en á þeim fundi skipti stjórnin með sér verkum þannig að formaður er  Jósavin, gjalkeri Silla og ritari Heiðdís. Varastjórn sat einnig fundinn.
Ragnar og Guðlaug verða á Akureyri helgina 13. til 15. mars og munu þau vera með æfingu seinnipart […]