Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

22. apríl 2009 kl. 8.25

Auglýsing

Fært undir Óflokkað

Um leið og ég þakka ykkur fyrir veturinn, langar mig að láta ykkur vita að Söngfélagið Sálubót ætlar að syngja í Stórutjarnaskóla á sumardaginn fyrsta 23.apríl kl. 20:30.     Það verður boðið uppá kaffi og smá meðlæti með söngnum. Það er auglýsing í Dagskránni í dag þar sem þetta er nánar útlistað.

Þar sem ekki verður dansæfing þetta kvöld og þið vitið örugglega ekkert hvað þið eigið af ykkur að gera, þá er þarna komin hugmynd um góða leið til að eyða kvöldinu….

Svo bara elskurnar mínar “gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.”

Færslan var rituð 22. apríl 2009 kl. 8.25 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

4 ummæli við „Auglýsing“

 1. Gunnar:

  Allir GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN
  Fögnum sumrinu með sálubót :-)
  sumar kveðja Gunni

 2. Ráðhildur:

  Já gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir veturinn.
  Það hefði verið gaman að fara og hlusta á Sálubót en nú er svo mikið að gera hjá okkur Daða í afa og ömmu hlutverki að við komumst ekki, góða skemmtun. Kveðja Ráðhildur

 3. Ásrún:

  Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, gaman væri að fara í Stórutjarnir, en ég er aftur búin að lána bílinn minn, kem að hlusta á ykkur syngja hér á Akureyri, kveðja Ásrún

 4. sissa:

  Gleðilegt Sumar, og takk fyrir veturinn .sjáumst hress á næstu æfingu 30.apríl Sissa og Jón