Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

17. febrúar 2009 kl. 21.10

Næsta æfing

Fært undir Óflokkað

Næsta fimmtudag, 19. febrúar, verður æfing í salnum okkar eins og venjulega. Fundurinn sem átti að vera í salnum fellur niður svo við getum verið þar, en í staðinn fellur niður æfing 26. febrúar vegna sama fundar.

Sjáumst á fimmtudag
Jósavin

Færslan var rituð 17. febrúar 2009 kl. 21.10 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

7 ummæli við „Næsta æfing“

 1. Margrét:

  Jájá allt gottum það að segja, við förum þá allavegana ekki í bíó með Ráðhildi…….

 2. Ásrún:

  Heyrðu það kom einhver með kvef og hita hingað og gleymdi því hér svo ég kem ekki í kvöld, hafið það bara gaman saman án mín, kveðja Ásrún

 3. Hallmundur Kristinsson:

  Já, Ásrún verður auðvitað að vera heima að passa kvefið þangað til einhver kemur og vitjar þess!

 4. Ásrún:

  Átt þú það Hallmundur? Get alveg rennt með það í næstu götu er ekki svo sár um það, hvernig var annars í dansinum í gær?

 5. Margrét:

  Lansé- Lansé og meiri Lansé……
  Engin æfing næsta fimmtudag, þar til annað kemur í ljós…..

 6. Hallmundur Kristinsson:

  Nei,Ásrún, ég á það ekki,nota ekki svoleiðis. Það var fínt í dansinum í fyrradag. Líka í gær,eins og Magga sagði:Lansé- Lansé og meiri Lansé……Gunni var með bókmenntakynningu: Lanséleiðbeiningarnar.

 7. eyglo:

  Hvað er í gangi hjá ykkur má ekki líta af ykkur :)