Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

31. janúar 2009 kl. 18.49

Næsti fimmtudagur

Fært undir Óflokkað

Næsta fimmtudag verður engin æfing í salnum. Í staðinn eru nokkur pör að fara út á Dalvík að sýna, það eru komin sjö pör sem er alveg nóg þar sem plássið er ekki mikið til að sýna. Þeir sem eiga að sýna mæta í Arnarnes klukkan 20:00 þar sem við rennum yfir dansana, klæðum okkur og fáum molakaffi í boði Gunna.

Fimmtudaginn 12. febrúar verður aðalfundur dansfélagsins klukkan 19:30 í salnum. Fundurinn verður með hefðbundnu sniði, við drífum fundinn af og dönsum svo á eftir. Þar verður tilkynnt árgjaldið og fyrirkomulag á greiðslum.

Kveðja
Stjórnin

Færslan var rituð 31. janúar 2009 kl. 18.49 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

4 ummæli við „Næsti fimmtudagur“

 1. Margrét:

  Þetta er nú gott og blessað. Ég vona að þeir sem verða í fríi þetta fimmtudagskvöld átti sig á að það er gott að æfa sig heima, t.d. á Lansé!!!! Bara nota td. sokka oþh ef vantar dansfélaga.
  Ég skal svo sjá til þess að Gunni komi með molana, var að vona að hægt yrði að semja við Jósavin um kaffið……
  Kveðja
  Magga

 2. sissa:

  Það er samt alveg spurning hvort við vitum nokkuð hvað á að gera án bókarinnar .Gangi ykkur vel á Dalvík sjáumst allavega þann 12. Kveðjur Sissa og Jón.

 3. Silla:

  Sæl elskurnar mínar og takk fyrir frábæra sýningu.
  Þið klikkið aldrei. Hlakka til að hitta ykkur öll n.k. fimmtudag.
  Nú sit ég hins vegar sveitt (úff) yfir reikningunum, vonandi klárast þeir fyrir endurskoðendur nógu snemma fyrir aðalfund.
  Kv. Silla

 4. Ráðhildur:

  Komið þið sæl ágætu dansfélagar.
  Mér datt í hug fyrst engin æfing er næsta fimmtudag hvort félagar hafa áhuga á að fara saman í bíó og sjá Villtu vinna milljarð.Þetta er síðasta sýning hér fyrir norðan sýnd kl.20 í Borgarbíó.Það hafa margir sem eru búnir að sjá þessa mynd sagt mér að þetta sé frábær mynd. ???
  Kveðja Ráðhildur