Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur desember2008


Gleðileg jól

19. desember 2008 kl. 14.06 · Ummæli » 7

Dansfélagið Vefarinn óskar öllum félögum sínum, áhorfendum og styrktaraðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Við dönsum næst á þrettándagleði Þórs 6. janúar og stefnt er á að þeir sem sýna þar mæti á eina létta æfingu mánudagskvöldið 5. janúar.
Fyrsta formlega æfing á nýju ári verður fimmtudaginn 15. janúar.
Stjórnin


Litlu jól

10. desember 2008 kl. 8.01 · Ummæli » 5

Á æfingunni 18. desember ætlum við að hafa litlu jól hjá okkur. Allir endilega að kíkja við þó þið séuð ekki að sýna þann 20. desember.
Einnig ætlar Jósavin að vera með geisladiskinn Hátíð ljóssins til sölu á einungis 1.500 kr fyrir þá sem hafa áhuga.
Sjáumst sem flest
Agnes


Dalvík - Ólafsfjörður - Hlíð - Glerártorg

5. desember 2008 kl. 8.28 · Ummæli » 7

Við dönsum klukkan tvö á Dalvík laugardaginn 6. des. Mætum um eitt til Sillu og Palla og rennum yfir dansana. Hjálpum líka Palla að setja upp útiseríuna á húsið ef tími vinnst til.
Laugardaginn 20. desember dönsum við á Hlíð klukkan 14:20, mæting klukkan 14:00.
Á eftir förum við á Glerártorg þar sem við dönsum klukkan 16:00 […]