Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur september2008


Sjáumst í kvöld

26. september 2008 kl. 14.38 · Ummæli » 7

Myndakvöld í kvöld klukkan átta í sal Rauða Krossins. Hver og einn kemur með eitthvað smá að narta í og drykki fyrir sig. Tökum svo sporið á eftir.
Agnes


Vetrarstarfið að hefjast

13. september 2008 kl. 10.46 · Ummæli » 6

Þá er komið að því. Vetrarstarfið er að byrja.
Fyrsta æfingin verður næsta fimmtudag kl 20:00 á sama stað og í fyrra. Nú er um að gera að bjóða áhugasömum að koma með. Sérstaklega er ég spennt þegar hljóðfæraleikarar bætast við, Hallmundur við tökum á því í vetur. Nú verður hljómsveitin stofnuð. Nafn óskast, Ullarbandið […]


Myndakvöld

4. september 2008 kl. 19.53 · Ummæli » 2

Þá er að skýrast heilmikið með myndakvöldið okkar. Því miður verður það ekki eftir viku eins og við vorum búin að vonast til. Góugleðisalurinn er svona vel útbúinn að það er kominn myndvarpi og fínasta aðstaða til mynda- og vídeósýninga svo við viljum endilega vera þar. Salurinn var ekki laus þessa helgi svo við þurftum […]