Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur ágúst2008


Marína

28. ágúst 2008 kl. 8.18 · Ummæli » 1

Því miður var hætt við sveitaball á Marína eins og þið hafið kannski tekið eftir. Við munum þá ekki hittast um helgina eins og við vorum að vonast til. Eru kannski einhverjar tillögur? Við gætum tekið okkur saman og hist á einhverju balli.
Ég er komin með heilmikið af myndum frá ykkur, en ég þigg alltaf fleiri. […]


Myndir

18. ágúst 2008 kl. 18.08 · Ummæli » 4

Auglýsi hér með eftir myndum frá Færeyjaferð (og öðrum viðburðum) sem þið eigið. Ég er að safna myndum fyrir myndakvöld sem verður í september. Endilega ef þið eigið einhverjar aðrar myndir frá starfinu í vetur. Ef einhverjir eiga skemmtilegar myndir sem er gaman að deila með hópnum, endilega hafið samband og ég get nálgast þær.
Agnes


Akureyrarvaka

15. ágúst 2008 kl. 15.43 · Ummæli » 0

Akureyrarvaka verður haldin 30. ágúst næstkomandi. Vefaranum hefur verið boðið að koma á sveitaball á Marínu (Gamla Oddvitanum). Þar eigum við að koma, dansa, halda uppi fjörinu og draga aðra út á gólfið. Kostar ekkert inn fyrir okkur, bara skemmtilegt tækifæri til að skemmta okkur saman eins og við erum vön. Mætum öll og sýnum […]


Fiskidagurinn búinn

12. ágúst 2008 kl. 23.28 · Ummæli » 0

Við erum best…..
Fiskidagurinn tókst vel og við stóðum okkur held ég bara frábærlega. Óneitanlega var nú farið að síga á seinni hlutan hjá manni í síðustu sýningu og gott var að  halla sér um kvöldið.
Gaman að hitta allt þetta folk sem maður þekkir en sér ekki oft. Gaman að hitta ykkur - Ragnar og Guðlaug. […]


Dagskrá fyrir Fiskidag

7. ágúst 2008 kl. 23.23 · Ummæli » 4

Á sviði kl. 12:15
1. Ó fögur er vor…… 1 vísa
2. Hafið bláa ………… 1 vísa
3. Íslandsfjöll …….
4. Hani, krummi …….. í skeifu
5. Ferningsvals …. Elís/Heiðdís Daði/Ráðhildur Agnes/Bogga Þórey/María
6. Eistneskur vefari….. Elís/Heiðdís Daði/Ráðhildur Agnes/Bogga Mikael/Ingibjörg Gunnar Þór/Margrét Á Palli/Silla
7. Hringdans…..
Hvað skal með sjómann sem er á því…
Húrra hann opnar augun…..
Kjöldraga óþokkann einusinni…..
Húrra hann opnar augun….
Dýfa’onum ærlega […]


Texti til að læra

6. ágúst 2008 kl. 22.47 · Ummæli » 1

“Dalvíkin er draumablá
og dýrðleg til að sjá”
Ofar stendur Upsafjall
eins og gamall kall.
Sólin skín á stein og stekk
og stúlkur í okkar bekk.
Og muna svo að vera skýrmælt og tala góða Norðlensku.
Sjáumst á föstudagskvöld eða allavegana á laugardag kl. 10:30 við Dalbæ - hress og kát eins og venjulega, og svo verðum við á sviði kl. 12:15.