Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur júní2008


Tryggingar

27. júní 2008 kl. 14.21 · Ummæli » 3

Þá er ég búin að afla betri upplýsinga um tryggingamál fyrir ferðina. Hver og einn ber ábyrgð á öllum sínum málum, hópurinn sem slíkur getur ekki tekið neina tryggingu. Þið þurfið að fara í ykkar trygginar og athuga hvernig heimilis- eða innbústryggingin er.
Búningar
Bótaupphæð fyrir hvern stakan hlut, þegar um tjón er að ræða, er mismunandi eftir […]


Færeyjaferð

24. júní 2008 kl. 19.42 · Ummæli » 1

Fimmtudaginn 3. júlí ætlum við að hittast í salnum og renna yfir dansana okkar. Það má segja að það sé skyldumæting fyrir Færeyjafara því á æfingunni verða afhent fullt af gögnum fyrir ferðina. Þá verður dagskráin úti tilbúin og fá allir eintak af henni, einnig alla farseðla og önnur gögn frá ferðaskrifstofunni. Gríðarlega mikilvægt að […]


Færeyjar

23. júní 2008 kl. 17.27 · Ummæli » 5

Það styttist óðum.
Tvær vikur í brottför!!!!!!!!!
Fylgist með tilkynningum og fréttum hér á síðunni, nú fara upplýsingar að berast, dagskrá og annað.


Leiðrétting

18. júní 2008 kl. 10.24 · Ummæli » 2

Blessuð öllsömul.
Sýning 17.júní tókst vel- Var eitthvað búist við öðru????
Þórey bað mig að koma því til skila að samkoman hjá henni byrjar kl.18:00 en ekki kl.20:00 eins og áður var sagt.
Kveðjur Magga


17.júní o.fl.

13. júní 2008 kl. 15.21 · Ummæli » 1

Ágætu félagar. Í burtveru Agnesar (hún er í Holllandi) ákvað ég að setja hér nýjustu upplýsingar. Það var æfing í gærkvöld alveg ágæt. Gunni Gunn kom með listaverkin sín og þarf ekki að leita lengra eftir gjöfum fyrir Færeyjaferð.
Ef veðrið verður gott 17.júní ætlum við að hittast við Bláu könnuna kl 14:30 labba um og […]


Textar

5. júní 2008 kl. 22.34 · Ummæli » 1

Setti nýja síðu hér til hliðar sem heitir textar. Þar eru textarnir af því sem Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun kenna í Færeyjum. Það væri mjög gaman ef allir væru komnir með textana þegar við förum út. En væri ekki gott ef allir textar væru settir þarna inn?
Sýnum á 17. júní fyrir Akureyrarbæ. Næsta fimmtudagskvöld verður aftur […]


Vorgrill og fleira skemmtilegt

3. júní 2008 kl. 16.06 · Ummæli » 0

Mæting í Arnarnes á laugardag klukkan fjögur. Fólk er beðið um að hafa eftirfarandi með sér:
Föt eftir veðri
Góða hlaupaskó
Görótta drykki
Skátakakó
Fjórar gúmmíteygjur
Góða skapið og sparisvipinn
Næsta fimmtudag verður æfing í salnum hjá okkur kl. 20:00. Þá sjá Gunni og Magga hversu mikil þörf er á æfingum fram að Færeyjaferð. Framhaldið verður ákveðið eftir æfinguna.
Í þessari viku eiga […]