Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur maí2008


Á döfinni

25. maí 2008 kl. 22.59 · Ummæli » 2

Nú er mikið fram undan og stuttur fyrirvari. Því miður gátum við ekki haft meiri fyrirvara á öllum tilkynningunum. 
Næsta fimmtudagskvöld verður kynning á Færeyjum. Jónas Helgason, kennari í MA og Færeyjasérfræðingur, mun segja okkur allt sem vert er að vita um Færeyjar. Mjög skemmtileg kynning á landi og þjóð, góð ástæða til að hittast og æsa okkur upp […]


Færeyjaferð

19. maí 2008 kl. 19.34 · Ummæli » 2

Var að fá tilkynningu frá Ferðaskrifstofunni:
Sæl og blessuð
Nú fer að styttast í ferðina ykkar.
Ég þarf því miður að hækka ferðina aðeins þar sem allur ykkar kostnaður er í erlendri mynt ( danskri krónu) og hún hefur hækkað úr ca 12 í ca 16 kr.
Þetta er 8% hækkun og þeir sem eru á Hótelinu greiða 96.700,- […]


Næsti föstudagur

18. maí 2008 kl. 20.22 · Ummæli » 1

Mæting klukkan 15:15 í Laufás föstudaginn 23. maí í fullum skrúða. Hringihóparnir ættu að standa fyrir sínu og allir komnir með fréttirnar. Eru þeir ekki annars að virka alveg ljómandi vel. Allavega fæ ég engan frið.
En það gleymdist að taka það fram að þeir sem geta mætt þurfa að láta Möggu og Gunna vita […]


Tómleg fimmtudagskvöld

12. maí 2008 kl. 21.54 · Ummæli » 5

Sælt veri fólkið
Ég hugsa að allir séu jafn vængbrotnir og ég, hvað gerið þið annars á fimmtudagskvöldum núorðið????
Í fyrsta skipti í allan vetur þá sá ég loksins sjónvarp á fimmtudagskvöldi, en ég get ekki sagt að við höfum misst af miklu. Allavega er mun skemmtilegra að dansa saman.
Annars tókst kynningin á Möðruvöllum ljómandi […]


Lokahóf og fleira skemmtilegt

4. maí 2008 kl. 11.14 · Ummæli » 2

Þá er öllum sýningum lokið hjá okkur og tókst bara bærilega ekki satt? Allavega var vel mætt og við komum vonandi út í plús.
Næsta fimmtudagskvöld er síðan kynning á félaginu, starfinu og búningum í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Kynningin hefst klukkan átta og stendur eitthvað frameftir kvöldi. Þar sem húsið er ekki mjög stórt og […]