Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

Færslur apríl2008


Húsavík - Dalvík - heimsbyggðin öll

27. apríl 2008 kl. 21.30 · Ummæli » 3

Þá er síðasta sýning okkar framundan í ferð okkar til frægðar og frama. Við mætum öll klukkan 12:00 í Ungó og rennum yfir hvernig þetta verður allt saman. Allar sýningar hafa gengið bara ljómandi vel og aðsókn verið vonum framar, við höfum allavega séð það svartara þar sem við höfum sýnt.
En á þessum degi 1944 voru […]


Húsavík - Dalvík - heimsbyggðin öll

25. apríl 2008 kl. 18.00 · Ummæli » 2

Við ætlum öll að mæta í Hvamm á Húsavík klukkan 12:00. Þeir sem vilja sameinast í bíla tali sig saman.
Annars tóku þau sig vel út í útvarpinu í morgun, fannst ykkur það ekki?
Agnes


Sýning

17. apríl 2008 kl. 22.34 · Ummæli » 3

Allir sem geta eiga að mæta kl. 8 á laugardagskvöldið í salinn á Bjargi. Þar verður farið yfir sýninguna og fínpússað innkomur og útgöngur ásamt því að kleinurnar verða prufukeyrðar og rennt lauslega yfir þær.
Svo er bara að vera dugleg að dreifa auglýsingum og láta fólk vita.
Agnes


Myndbönd

13. apríl 2008 kl. 9.35 · Ummæli » 0

Ég er búin að gera hér til hliðar nýja síðu sem heitir Myndbönd, kíkið á hana.
Þar er ég búin að setja inn slóðir á myndbönd af okkur.
Agnes


Nú er það svart

11. apríl 2008 kl. 19.10 · Ummæli » 2

Að ósk hálf sjötugra meðlima hópsins verður í framtíðinni allt sem skrifað er hér inn ekki í neinum listrænum stíl þar sem mörk raunveruleika og hins ímyndaða heims renna saman. Heldur verður leitað til fyrri tíma þar sem innihaldið skipti meira máli en útlitið og framundan er allt svart. Yngri meðlimir hópsins, þar á meðal ritari þessarar […]


Danspör á sýningum

9. apríl 2008 kl. 17.47 · Ummæli » 3

Hér er listi yfir hver er í hverjum dansi. Vinsamlegast farið yfir hann svo hann sé örugglega réttur.

Vefarinn ísl.
1-2-4-6-7-8

Vefari eistn.
1-3-5-7-9-2/11

Hoffinn
2-4-8-9-13/12

Ferningsvals
5-6-7-13/11

Sjómannaskottís
4

Laugardagskvöldið
 3-4-8

Skottísasyrpa
7-13/11-4-6-2-8

Marsúkasyrpa
1-3-4-2/11-8

Skoski dansinn
2-3-4-7

Vorvindar
1-3-5-7-6

Sprengisandur
1-8-10/14-9-13/12-5

Síðan eru allir í:
Innkomumarsi
Hemingur
Hani krummi
Heiðin há
Fósturjörðin
Heiðardalur
Hringbrot
Eistneskur fjölskyldudans


Sýning Laugaborg 10. apr.n.k.

8. apríl 2008 kl. 22.44 · Ummæli » 2

Þeir sem sýna: Gunni-Magga, Jósavin-Eygló, Birgir-Rósa, Elís-Heiðdís, Þórey-María, Palli-Silla, Íbögg-Anna, Agnes-Bogga.
Fyrirhugaðir dansar: Fósturjörðin(allir)-Vorvindar(allir)-Sprengisandur(allir)-Laugardagskvöldið(3-4-8).
Hittumst í Laugaborg korter í 4 á fimmtudag. Hress að vanda.
Kveðja Magga og Gunni


Sýningar

5. apríl 2008 kl. 10.14 · Ummæli » 1

Næsta fimmtudag dansa þeir sem geta við styrkúthlutun Eyþings. Athöfnin verður næsta fimmtudag klukkan fjögur í Laugaborg, Eyjafjarðasveit. Dansfélagið sótti um styrk til Færeyjaferðar og fékk rausnarlegar styrk sem mun koma sér vel.
 Hvað er Eyþing?
Í landinu eru starfandi átta landshlutasamtök sem einkum sinna staðbundnum hagsmunamálum sveitarfélaga og eru pólitískur samráðsvettvangur sveitarstjórna í viðkomandi landshluta. Að […]