Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

5. desember 2008 kl. 8.28

Dalvík - Ólafsfjörður - Hlíð - Glerártorg

Fært undir Óflokkað

Við dönsum klukkan tvö á Dalvík laugardaginn 6. des. Mætum um eitt til Sillu og Palla og rennum yfir dansana. Hjálpum líka Palla að setja upp útiseríuna á húsið ef tími vinnst til.

Laugardaginn 20. desember dönsum við á Hlíð klukkan 14:20, mæting klukkan 14:00.
Á eftir förum við á Glerártorg þar sem við dönsum klukkan 16:00 stundvíslega.

Við hittumst fimmtudagskvöldið 18. desember í salnum til að renna lauslega yfir dansana.

Í dag, 5. desember, er alþjóðadagur sjálfboðaliða svo nú hvet ég alla til að bjóða sig fram í að gera einhverjum lífið léttbærara og skemmtilegra. Til dæmis gæti ég boðið öldruðum foreldrum mínum aðstoð við að setja upp jólaseríur, eða lesið fyrir þau.

Agnes

Færslan var rituð 5. desember 2008 kl. 8.28 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

7 ummæli við „Dalvík - Ólafsfjörður - Hlíð - Glerártorg“

 1. Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson:

  Frábært framtak hja ykkur :) Ég er samt að velta mér yfir einu… Hvað ætli séu mörg félög á landinu að gera sömu hluti og þið?
  Þyrftum við Íslendingar, á þessum tímum alþjóðavæðingar (hún hefur líka sína kosti) að stofna svona Þjóðdansfélag Íslands, sem fengi styrki frá ríkinu hugsanleg, ég er að tala um svona The Icelandic national song and dance ensemble. Og gera þessa fallegu hluta menningararfleifðar aðgengilegri ferðamönnum. Er þetta nokkuð fáránleg hugmynd?

 2. Agnes:

  Sæll Jóhann
  Á landinu í dag eru fjögur dansfélög; Við, Vefarinn á Akureyri, Þjóðdansafélag Reykjavíkur sem fór með okkur í stórskemmtilega ferð til Færeyja í sumar á þjóðdansamót, Fiðrildin á Egilsstöðum sem eyddu helgi með okkur í október þar sem dansað var fram á rauða nótt og svo Sporið í Borgarnesi sem Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur stundum unnið með. Svo þú sérð að það er samvinna í gangi þó hún sé ekki opinber eða fari mikið fyrir henni. En það er alltaf hægt að gera betur.

 3. Heiðdís:

  Ég vona að Palli hafi komið upp seríunni utan á húsið þó svo að enga hjálp hafi hann fengið frá okkur. Takk fyrir frábæran laugardag. Elís tók fullt af myndum og nokkur myndbrot sem gaman verður að skoða seinna. “Því miður” náði Elís ekki að taka upp Hoffinn en hvað eru ekki allir með hann á hreinu (smá grín). En takk fyrir alla skemmtunina og við hittumst aftur þann 18. des. Kveðja Heiðdís og Elís

 4. Eygló:

  Agnes eg bíð eftir að þú komir og allavega lesir fyrir mig :)

 5. Agnes:

  Nefndu bókina og ég kem

 6. Vefarinn:

  Spurnig hvort fleiri aldraðir megi hlusta á upplesturinn…….
  Takk annars fyrir síðast, þið eruð best eins og alltaf.
  Kveðja
  Magga og Gunni

 7. ingibjörg a sig:

  Já!!!!Hoffinn !!!! ég held svei mér þá að það verði erfitt að gleyma honum “hálfum eða heilum” mbk. IAS

  PS. Hvað var Elís að gera?