Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

28. nóvember 2008 kl. 12.54

Sýning á Húsavík

Fært undir Óflokkað

Hæhæ. Stefnum að því að vera komin til Húsavíkur um kl.13:00. Ég set hér í viðbót tvo texta fyrir okkur.

Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi, 
móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. 
Uppi’ á stól stendur mín kanna, 
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. 

Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi.
Uppi’ á hól stendur mín kanna, 
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.

Skín í rauðar skotthúfur 

Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn.
Ljúf í gleði leika sér lítil börn, í desember,
inni’ í friði’ og ró, úti’ í frosti’ og snjó
því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. 

Uppi’ á lofti, inni’ í skáp eru jólapakkar. 
Titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. 
Komi jólakötturinn kemst hann ekki’ í bæinn inn, 
inn í frið og ró, inn úr frosti’ og snjó, 
því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. 

Færslan var rituð 28. nóvember 2008 kl. 12.54 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.