Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

21. nóvember 2008 kl. 0.06

Textar til að muna

Fært undir Óflokkað

Nú er glatt í hverjum hól 

Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði;
hinstu nótt um heilög jól
höldum álfagleði.
Fagurt er rökkrið
við ramman vættasöng.
:,:Syngjum dátt og dönsum,
því nóttin er svo löng.:,:

Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
Fagurt er rökkrið
við ramman vættasöng.
:,:Syngjum dátt og dönsum,
því nóttin er svo löng.:,:

Nú er glatt hjá álfum öllum 

Nú er glatt hjá álfum öllum.
Hæfadderífaddírallala
Út úr göngum gljúfrahöllum.
Hæfadderífadderallala
Fyrir löngu sest er sól.
Sjaldan eru brandajól.
Hæfadderí, hæfaddera, Hæfadderífadderallala

Dönsum dátt á víðum velli.
Dunar hátt í hól og felli.
Álfasveinninn álfasnót
einni sýnir blíðuhót.
Hæfdiirí……………..

Dönsum létt með lipra fætur.
Stígum létt um stirndar nætur.
Dönsum blessuð brandajól,
björt uns rennur morgunsól.
Hæfadiidí…………..

Máninn hátt á himni skín 

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður,
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn,
og hratt flýr stund.

Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt vér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.

Komi hver sem koma vill
komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli
dunar ísinn blár.
Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund

Færslan var rituð 21. nóvember 2008 kl. 0.06 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Textar til að muna“

  1. Heiðdís:

    Það er frábært að fá þetta svona sett upp. Takk fyrir þetta. Kveðja Heiðdís