Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

8. nóvember 2008 kl. 18.38

Jólasýningar

Fært undir Óflokkað

Ágætu félagar.

Á æfingunni s.l. fimmtudag upplýsti Birgir fyrir hönd Nefndarinnar að búið væri að ákveða “túrana” þá lengri.

Þ.e.a.s. sýning á Hvammi á Húsavík verður 29.nóv kl. 14:00 og svo 6.des. á Dalvík kl. 14:00 og Ólafsfirði kl. 16:00.

Ekki var komin tímasetning á sýningar hér á Akureyri.

 

Við munum nota eftirtalin lög:

Gilsbakkaþula

Jólasveinar ganga um golf

Jólasveinninn
minn ætlar að koma í dag

Nú er Gunna á nýju skónum

Nú skal segja

Babbi segir, babbi segir

Skreytum hús með greinum grænum

Það á að gefa börnum brauð

Nú er glatt hjá álfum öllum

Nú er glatt í hverjum hól

Máninn hátt á himni skin

Svo verðum við væntanlega með Vefarann og fleiri gamla og góða.

 

Gott væri að fá að vita sem fyrst hverjir komast með og við munum svo á næstu æfingu fara yfir röð dansa og þá skal ég nú reyna að vera með upplýsingar á blaði.

 

Hittums hress í jólaskapi

Magga

Færslan var rituð 8. nóvember 2008 kl. 18.38 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

3 ummæli við „Jólasýningar“

 1. Elsa E. Guðjónsson:

  Ágæta dansfólk! Fyrst vil ég þakka ykkur kærlega fyrir að hafa textann minn “Skreytum hús” eins og ég samdi hann endur fyrir löngu (1953). Það hafa svo margir breytt honum - jafnvel snúið út úr honum.
  En úr því ég fór að skrifa þá finnst mér ég verða að segja ykkur að textinn við vefaradansinn getur ekki átt við gamla íslenska vefstaðinn og vefnað í honum, heldur er þar fjallað um vefnað í láréttum vefstóli, en sú gerð var tekin upp hér á landi á 18. öld. Það er nefnilega engin skytta notuð við vefnað í vefstaðnum gamla, heldur vinda (snakkur, vindusnakkur), þ.e. uppundið band. Ég vona að þið afsakið þetta við mig! Með bestu óskum - og jólaóskum. Elsa E. G. 20.11.

 2. Elsa E. Guðjónsson:

  20.11.2008.
  Ég biðst afsökunar´ef ég hef óvart sent fyrri orðsendingu tvisvar. Er óvön tölvubréfaskriftum þó svo að ég fáist við aðrar tölvuskriftir. Sé munur á fyrri orðsendingunum þá er það sú seinni sem gildir! Bestu kveðjur, EEG.

 3. Margrét:

  Sæl Elsa
  Gaman að sjá þetta frá þér. Ég hef nefnilega sungið þetta öðruvísi, en mundi það ekki nákvæmlega, en fann textann svona á síðu þar sem voru ýmsir jólatextar. Það er gaman að fá að vita að svona á þetta að vera. Annars vill það nú brennavið að svona textar brenglast í meðförum þegar maður lærir þá bara með því að hlusta á þá. Með Vefarann, getur þetta verið hárétt, ég hef ekki næga þekkingu á vefstól til að tjá mig um það.
  Kveðja
  Magga