Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

3. nóvember 2008 kl. 17.25

Textar

Fært undir Óflokkað

Hérna koma textar svo við getum sungið af fullum krafti.

Skreytum hús
(Elsa E. Guðjónsson 1953/ Jólalag frá Wales)

Skreytum hús með greinum grænum, 
tra la la la la la la la la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la la la la la la la la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la la la la la la la la.
Tendrum jól í hverju hjarta
tra la la la la la la la la.

Ungir, gamlir - allir syngja:
Tra la la la la la la la la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la la la la la la la la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la la la la la la la la.
boða frið um veröld alla,
tra la la la la la la la la!

Jólasveinninn minn
Ómar Ragnarsson
 

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
Ofan af fjöllum
með ærslum og köllum
hann arkar um holtin köld
Hann er svo góður
og blíður við börnin
bæði fátæk og rík
Enginn lendir í
jólakettinum
allir fá nýja flík

Magga litla og jólin hennar
(Benedikt Gröndal/Rússneskt lag)  
 
Babbi segir, babbi segir: 
“Bráðum koma dýrðleg jól”. 
Mamma segir, mamma segir: 
“Magga fær þá nýjan kjól”. 
Hæ, hæ, ég hlakka til, 
hann að fá og gjafirnar. 
Bjart ljós og barnaspil, 
borða sætar lummurnar.

Mamma segir, mamma segir:
“Magga litla ef verður góð,
henni gef ég, henni gef ég
haus á snoturt brúðufljóð.”
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hugnæm verður brúðan fín.
Hæ, hæ, ég hlakka til,
himnesk verða jólin mín.
 

Nú er Gunna á nýju skónum 

Nú er Gunna á nýju skónum, 
nú eru´að koma jól. 
Siggi er á síðum buxum, 
Solla´á bláum kjól. 
:/: Solla´á bláum kjól :/: 
Siggi er á síðum buxum, 
Solla´á bláum kjól. 

Mamma er enn í eldhúsinu 
eitthvað að fást við mat. 
Indæla steik hún er að færa 
upp á stærðar fat. 

Pabbi enn í ógnarbasli 
á með flibbann sinn. 
“Fljótur, Siggi, finndu snöggvast 
flibbahnappinn minn”. 

Kisu er eitthvað órótt líka, 
út fer brokkandi. 
Ilmurinn úr eldhúsinu 
er svo lokkandi. 

Jólatréð í stofu stendur, 
stjörnuna glampar á. 
Kertin standa á grænum greinum, 
gul og rauð og blá.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera: 
Vagga brúðu, vagga brúðu 
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig litlir drengir gera: 
Sparka bolta, sparka bolta 
-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig ungar stúlkur gera: 
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig ungir piltar gera: 
Taka ofan, taka ofan 
-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig gamlar konur gera: 
Prjóna sokka, prjóna sokka 
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig gamlir karlar gera: 
Taka í nefið, taka í nefið 
-og svo snúa þeir sér í hring.

Færslan var rituð 3. nóvember 2008 kl. 17.25 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.