Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

28. ágúst 2008 kl. 8.18

Marína

Fært undir Óflokkað

Því miður var hætt við sveitaball á Marína eins og þið hafið kannski tekið eftir. Við munum þá ekki hittast um helgina eins og við vorum að vonast til. Eru kannski einhverjar tillögur? Við gætum tekið okkur saman og hist á einhverju balli.

Ég er komin með heilmikið af myndum frá ykkur, en ég þigg alltaf fleiri. Eins ef þið lúrið á video brotum. Ég er ekki með neinar myndir frá Sjómannadeginum eða 17. júní. Stefnt er á myndasýningu 11. - 12. eða 13. sept. Haldið þessum dögum opnum, ég læt ykkur vita þegar nær dregur.

Haustferðin okkar verður 10. - 12. október eins og sumir voru kannski búnir að heyra.
Við verðum að Stóru-Tjarnaskóla eins og síðast og verður fyrirkomulag svipað og í fyrra. Nánari upplýsingar verða gefnar þegar nær dregur. Jósavin er búinn að tala við Þjóðdansafélagið, Sporið og Fiðrildin og tóku allir mjög vel í að hafa lítið landsmót um þessa helgi. Komin er beinagrind að dagskrá og verður hún sett hér inn þegar nær dregur. Nú hvet ég alla til að taka þessa helgi frá, líka ykkur frá hinum félögunum, ég veit að þið eruð að líta hér inn til okkar.

Hér til hliðar er ég búin að setja inn möguleikann á því að hafa samband fyrir þá sem eru ekki með netföngin okkar.

Agnes

Færslan var rituð 28. ágúst 2008 kl. 8.18 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Marína“

  1. Heiðdís:

    Hvað er þetta með Marínu? Er búið að leggja álög á staðinn? ég bara spyr? Vonandi sjáumst við þó á röltinu um helgina. Kveðja Heiðdís og Elís