Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

15. ágúst 2008 kl. 15.43

Akureyrarvaka

Fært undir Óflokkað

Akureyrarvaka verður haldin 30. ágúst næstkomandi. Vefaranum hefur verið boðið að koma á sveitaball á Marínu (Gamla Oddvitanum). Þar eigum við að koma, dansa, halda uppi fjörinu og draga aðra út á gólfið. Kostar ekkert inn fyrir okkur, bara skemmtilegt tækifæri til að skemmta okkur saman eins og við erum vön. Mætum öll og sýnum hvað er gaman í hópnum hjá okkur alltaf.

Palli er með diska til sölu á kostnaðarverði fyrir þá sem vilja kaupa setningarathöfnina á Havleik á DVD. Mjög skemmtilegur diskur sem gaman er að eiga til minningar (ef okkar minni fer að bila).

Komin ólga í tærnar af hreyfingarleysi
Agnes

Færslan var rituð 15. ágúst 2008 kl. 15.43 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.