Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

24. júlí 2008 kl. 8.59

Uppgjör og fiskidagur

Fært undir Óflokkað

Nú nálgast fiskidagurinn!!!
Við verðum á stóra sviðinu klukkan 12:20 á fiskidaginn, eftir það dönsum við þar sem okkur dettur í hug. Þetta verður svipað fyrirkomulag og í fyrra. Þeir sem geta verið með eiga að láta Möggu og Gunna vita fyrir mánaðamótin svo hægt sé að raða fólki saman. Við þurfum ekki að hittast sérstaklega, við rennum bara yfir dansana um morgunin áður en við förum á svið.

Uppgjör Færeyjaferðar
Nú er búið að gera upp flesta styrki og ákveða hvað við fáum í styrk frá félaginu okkar. Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar á Sillu á stefanro@simnet.is og hún mun millifæra á ykkur.

Ákveðið var að birta auglýsingu með mynd af okkur þar sem við þökkum fyrir þá styrki og aðstoð sem við höfum fengið það sem af er þessu ári. Ef einhver á góða mynd af hópnum þar sem við stöndum fyrir utan elliheimilið með íslenska fánann endilega sendið Sillu hana. Ég á góða mynd af okkur en það var smellt af áður en fáninn kom með (ásamt fánabera), það væri mun skemmtilegra að vera með þá mynd.

Agnes

Færslan var rituð 24. júlí 2008 kl. 8.59 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Uppgjör og fiskidagur“

  1. Heiðdís:

    Hlakka til að hitta ykkur aftur er farin að sakna ykkar alveg ótrúlega mikið. Sjáumst. Kveðja Heiðdís