Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

5. júlí 2008 kl. 0.59

Færeyjar

Fært undir Óflokkað
 • Ójá Færeyjar…….
 • Þórey mín til hamingju með aldurinn og takk fyrir að fá að vera með á Halldórsstöðum. Þetta var mjögmikið gaman - ekki málið þó maður vöknaði aðeins- bara æfing fyrir Færeyjar.  
 • Það verður sko BARA gaman í Færeyjum, ekki satt?????. Endilega muna að fara með jákvæðu hugarfari. Sjáum sólina þó rigni, gleymum þreytunni þó einhver verði - nógur tími verður til að sofa á ELL’O (Hlíð-Dalbær-Hornbrekka) - verum jákvæð útí matinn og þjónustuna sem okkur er boðið uppá. Munum að það þarf ekki nema eitt neikvætt orð og það getur smitað og gert leiðindi. Brosum og verum glöð….
 • Nú ætla ég að halda áfram að pakka niður fötum - örugglega of mörgum það en nú minn galli að taka með mér óþarflega mikið af fötum…..
 • Sjáumst á Reykjavíkurflugvelli kl 19 á þriðjudagskvöldið….

Hahahahahah

Magga

Færslan var rituð 5. júlí 2008 kl. 0.59 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Færeyjar“

 1. Agnes:

  Ég held að það sé aldrei hægt að taka of mikið af fötum með. Við Sissi erum klár í slaginn og Sissi til í að vera í útréttingum fyrir okkur. Hittumst extra jákvæð og hress á flugvellinum.
  Þórey, takk fyrir mig.
  Agnes