Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

27. apríl 2008 kl. 21.30

Húsavík - Dalvík - heimsbyggðin öll

Fært undir Óflokkað

Þá er síðasta sýning okkar framundan í ferð okkar til frægðar og frama. Við mætum öll klukkan 12:00 í Ungó og rennum yfir hvernig þetta verður allt saman. Allar sýningar hafa gengið bara ljómandi vel og aðsókn verið vonum framar, við höfum allavega séð það svartara þar sem við höfum sýnt.

En á þessum degi 1944 voru valin bestu hátíðarljóð fyrir lýðveldishátíðina 17. júní 1944. Þau ljóð sem voru valin voru ,,Land míns föður”  eftir Jóhannes úr Kötlum og ,,Hver á sér fegra föðurland eftir Unni Benediktsdóttur Bjarklind sem kallaði sig Huldu. Jóhannes úr Kötlum lést síðan á þessum degi 1972.

Agnes

Færslan var rituð 27. apríl 2008 kl. 21.30 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

3 ummæli við „Húsavík - Dalvík - heimsbyggðin öll“

 1. magga:

  Já mín elskanleg….. Takk fyrir síðast og alla þolinmæði….
  Við erum auðvitað flottust…
  Sjáumst hress á Dalvík og svoooooo fer að styttast í Færeyjar…
  Kv. Magga

 2. magga:

  Já og Agnes takk fyrir fróðleikspunktana- alltaf gaman að vita meira og meira.
  Kv. M

 3. Silla:

  Hlakka til að fá ykkur öll inn á gólf til mín. Hittumst hress á fimmtudag.
  kv. Silla