Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

17. apríl 2008 kl. 22.34

Sýning

Fært undir Óflokkað

Allir sem geta eiga að mæta kl. 8 á laugardagskvöldið í salinn á Bjargi. Þar verður farið yfir sýninguna og fínpússað innkomur og útgöngur ásamt því að kleinurnar verða prufukeyrðar og rennt lauslega yfir þær.

Svo er bara að vera dugleg að dreifa auglýsingum og láta fólk vita.

Agnes

Færslan var rituð 17. apríl 2008 kl. 22.34 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

3 ummæli við „Sýning“

 1. magga:

  HÆ allir. Við vorum í salnum í kvöld og því miður vantaði nokkra svo við gátum ekki farið yfir sýninguna í heild. En við hittumst kl. 12 á morgun og rennum þá sýningunni í gegn og klæðum okkur annað hvort í salnum eða skreppum heim og verðum svo tilbúin kl. 14.15.
  Kveðja
  Magga

 2. Heiðdís:

  Takk fyrir frábæra sýningu. Fólkið sem ræddi við mig eftir sýningu var mjög ánægt og sagðist hafa haft gaman af að horfa á okkur. Vonandi fáum við eins góðar móttökur bæði á Húsavík og Dalvík. kv. Heiðdís

 3. Heiðdís:

  Flott viðtalið sem var við Möggu og Jósavin í morgun. Þau stóðu sig þar með ágætum. Kv. Heiðdís og Elís